Íslandsmet Miðflokksmanna í loftslagsmetnaði
'}}

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður:

All­ir sem starfa í stjórn­mál­um vita að það borg­ar sig að vera þokka­lega að sér í sögu og að minnsta kosti kann­ast við eig­in verk. Það sanna dæm­in und­an­farna daga. Það er því sér­kenni­legt að fylgj­ast með vand­ræðum Miðflokks­mann­anna Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar og Gunn­ars Braga Sveins­son­ar þegar kem­ur að áhersl­um í lofts­lags­mál­um. Sér­kenni­leg­ast er þegar þeir taka til við að gagn­rýna metnaðinn sem Ísland hef­ur sýnt í þeim mála­flokki. Sér­stak­lega þegar rýnt er í sög­una.

Par­ís­ar­sam­komu­lagið

Íslend­ing­ar hafa tekið þátt í sam­starfi um lofts­lags­mál á vett­vangi Sam­einuðu þjóðanna frá upp­hafi eða ár­inu 1992 þegar fyrsti samn­ing­ur­inn var gerður. Til að gera langa sögu stutta tók Ísland sömu­leiðis þátt í Kyoto-sam­komu­lag­inu frá ár­inu 1997. Straum­hvörf urðu hins veg­ar með Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu sem gert var 2015. Aldrei hafa fleiri ríki tekið þátt í og samþykkt jafn metnaðarfullt sam­komu­lag á sviði lofts­lags­mála eða sam­tals 167 ríki.

Ísland tók ekki ein­ung­is þátt í fund­in­um í Par­ís held­ur hafði Ísland aldrei áður verið jafn áber­andi á vett­vangi lofts­lags­mála og á þeim fundi. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra, Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra og Sigrún Magnús­dótt­ir, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, mættu til fund­ar­ins ásamt Ólafi Ragn­ari Gríms­syni for­seta Íslands. All­ir ráðherr­arn­ir voru í flokki for­sæt­is­ráðherra, Fram­sókn­ar­flokkn­um. Einnig mætti með þeim 70 manna sendi­nefnd. Segja má að þarna hafi verið sett nýtt Íslands­met í áhuga og þátt­töku ráðherra Íslands á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna, ný lína dreg­in í sand­inn til að und­ir­strika metnað og áhuga Íslands á lofts­lags­mál­um.

En for­sæt­is­ráðherra mætti ekki ein­göngu til fund­ar­ins til þess að fylgj­ast með held­ur hélt hann „eldræðu“ til að koma skýr­um skila­boðum frá Íslandi til heims­byggðar­inn­ar. „Það er mín von að hér í Par­ís mun­um við ná sam­komu­lagi sem mun koma í veg fyr­ir ham­fara­hlýn­un; sam­komu­lag von­ar – sam­eini mann­kyn í að tak­ast á við þessa miklu sam­eig­in­legu ógn.“

Hann fór sömu­leiðis yfir þann mikla ár­ang­ur sem Ísland hef­ur náð í orku­skipt­um og bætti við: „En við verðum að gera meira. Rík­is­stjórn­in mín hef­ur ákveðið að fara í aðgerðir til að ná orku­skipt­um í sam­göng­um, fisk­veiðum og land­búnaði í sam­starfi við at­vinnu­lífið sem er nauðsyn­legt til að ná ár­angri.“ Sömu­leiðis lofaði hann fjár­fram­lög­um í Græna lofts­lags­sjóðinn. Í lok­in lýsti hann yfir von um að við vær­um ein­ung­is nokkra daga frá því að ná sögu­legu sam­komu­lagi. „Lofts­lags­samn­ingi sem mun ná til yfir stærsta hluta los­un­ar í heim­in­um og aðstoða aðlög­un og græna framtíð fyr­ir þró­un­ar­ríki.“

En for­sæt­is­ráðherra og sendi­nefnd­in létu ekki duga að setja Íslands­met í mæt­ingu og halda stutta ræðu held­ur var ákveðið að sýna enn meiri metnað. Á síðustu dög­um fund­ar­ins var sett á fót svo­kallað metnaðarbanda­lag (e. High Ambiti­on Coaliti­on), sem setti fram ákveðnar kröf­ur um atriði sem rík­in þar töldu að þyrftu að vera inni í nýju sam­komu­lagi, s.s að halda inni mark­miði um að halda hlýn­un inn­an við 1,5°C, en ekki bara 2°C. Mars­hall-eyj­ar voru í for­ystu þessa ríkja­hóps en fjöl­mörg ríki tóku und­ir kröfu hans, þ. á m. Ísland. Ísland skrifaði upp á kröf­urn­ar og ráðherra um­hverf­is­mála steig á svið og lýsti yfir stuðningi við áhersl­urn­ar.

Sérstaða Íslands

Þeir Miðflokks­menn hafa talað um að ekki hafi verið tekið til­lit til ís­lenskra staðhátta þegar mark­mið í lofts­lags­mál­um voru sett fram. Í Kyoto-sam­komu­lag­inu, sem var fyr­ir­renn­ari Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins, var hið svo­kallaða „ís­lenska ákvæði“ við lýði á fyrra tíma­bili þess (2008-2012), þar sem tekið var til­lit til sér­stöðu Íslands hvað varðaði stóriðjuna. Þar fékk Ísland heim­ild til los­un­ar frá nýrri stóriðju upp að ákveðnu þaki og með skil­yrðum. Þegar kom að seinna tíma­bil­inu (2013-2020) var far­in önn­ur leið, sem tryggði að los­un stóriðju var utan lands­mark­miða Íslands, án þaks, þar sem sú los­un fór inn í sam­evr­ópskt viðskipta­kerfi, ETS. Í Par­ís ákvað Ísland að halda áfram á þeirri leið til að ná sömu mark­miðum. Sú ákvörðun var tek­in í for­sæt­is­ráðherratíð Sig­mund­ar Davíðs.

Ákveðið var í kjöl­far Par­ís­ar­fund­ar­ins að Ísland færi í sam­starf með ESB og Nor­egi. Eft­ir því sam­komu­lagi hef­ur verið unnið. Það fel­ur m.a. í sér að stóriðjan, alþjóðaflugið og alþjóðasigl­ing­ar eru inni í ETS-kerf­inu með sam­bæri­leg­um fyr­ir­tækj­um sem starfa í ESB og Nor­egi.

Frá­leit hug­mynd Sig­mund­ar Davíðs um sæ­streng

Fyrsti for­sæt­is­ráðherra Breta sem heim­sótti Ísland frá því að Winst­on Churchill kom hingað árið 1941 var Dav­id Ca­meron, en hann kom hingað í októ­ber 2016. Á fundi Sig­mund­ar Davíðs og Ca­merons var ákveðið að setja af stað vinnu við að kanna mögu­lega raf­orku­teng­ingu á milli land­anna í gegn­um sæ­streng til Bret­lands. Slík áform eru frá­leit, enda þurf­um við Íslend­ing­ar á allri okk­ar orku að halda fyr­ir okk­ar eig­in orku­skipti.

Kostnaður og tekj­ur vegna lofts­lags­mála

Þing­mönn­um Miðflokks­ins verður tíðrætt um mik­inn kostnað við lofts­lagsaðgerðir Á kjör­tíma­bil­inu hef­ur verið lögð áhersla á hagræðingu, ein­föld­un reglu­verks og skil­virkni stjórn­sýsl­unn­ar í um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneyt­inu m.a. með sam­ein­ing­um stofn­ana sem und­ir það heyra. Kyrrstaðan var rof­in í orku­mál­um með af­greiðslu Alþing­is á ramm­a­áætl­un og ferlið ein­faldað að því leyti að nú þarf ekki að fara með stækk­un nú­ver­andi virkj­ana í gegn­um ramm­a­áætl­un.

Fram­lög rík­is­sjóðs til lofts­lags­mála lækkuðu um 6 millj­arða á milli ár­anna 2023 og 2024. Að auki hafa verið seld­ar los­un­ar­heim­ild­ir fyr­ir um 16 millj­arða, einkum til stóriðju, sem renna í rík­iskass­ann. Tekj­ur orku­fyr­ir­tækj­anna af sölu upp­runa­ábyrgða hafa numið um 20 millj­örðum króna á síðustu árum. Talið er að tekj­ur af þeim muni nema 17 millj­örðum króna á hverju ári á meðan það fyr­ir­komu­lag er enn við lýði. Það er bein niður­greiðsla á hreinni ís­lenskri orku­fram­leiðslu.

Til­lög­ur Miðflokks­ins í dag

Það er erfitt að átta sig á því hvað Miðflokk­ur­inn vill og að hverju hann stefn­ir. Það er ekki af mörgu að taka þegar kem­ur að þing­mál­um Miðflokks­ins. En þeir hafa þó á hverju þingi lagt fram þings­álykt­un um: stór­efl­ingu inn­lendr­ar mat­væla­fram­leiðslu. Sam­kvæmt henni á að „stór­auka“ stuðning við land­búnað og auka fjár­fram­lög til grein­ar­inn­ar. Þar er m.a. til­greind loðdýra­rækt og hross­a­rækt sem hingað til hef­ur ekki verið gert. En það vek­ur at­hygli að stuðning­ur er að mjög stór­um hluta nokkuð sem hægt er að skil­greina sem lofts­lagsaðgerðir. Styðja á líf­ræna fram­leiðslu, hringrás­ar­hag­kerfið, inn­lenda orku­gjafa til fram­leiðslu, nýta orku­auðlind­irn­ar, inn­lent eldsneyti, skóg­rækt á að stór­auka, o.s.frv. Með öðrum orðum eru þeir að leggja til hækk­un á fram­lög­um til lofts­lags­mála!

Greinin birtist í Morgunblaðinu 23. nóvember 2024.