Það sem sannara reynist
'}}

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri skipar 4. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi:

Í þætt­in­um For­yst­u­sæt­inu á RÚV á dög­un­um og í Spurs­mál­um á mbl.is var Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir formaður Viðreisn­ar spurð út í ábyrgð flokks henn­ar á ónægu lóðafram­boði Reykja­vík­ur­borg­ar í meiri­hlutastam­starfi í höfuðborg­inni síðastliðin ár og áhrif þess á hús­næðismarkaðinn. Greip hún þá til óvæntr­ar smjörklípu og fór skyndi­lega að ræða skulda­stöðuna í Hafnar­f­irði! Full­yrti hún að skuld­ir væru hæst­ar á hvern íbúa í Hafnar­f­irði á meðal sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu. Mér er bæði ljúft og skylt að taka til varna fyr­ir Hafn­ar­fjörð, leiðrétta rang­ar full­yrðing­ar og út­skýra þróun skulda­stöðu sveit­ar­fé­lags­ins, sem hef­ur tekið stakka­skipt­um und­arfar­in ár.

Al­gjör viðsnún­ing­ur á fjár­hag

Fyr­ir rúm­um tíu árum kom­umst við Sjálf­stæðis­menn í meiri­hluta í Hafnar­f­irði eft­ir ára­langa óstjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þá var sveit­ar­fé­lagið und­ir eft­ir­lits­nefnd um fjár­mál sveit­ar­fé­laga vegna afar þungr­ar skulda­stöðu en sveit­ar­fé­lög­um er gert að hafa skuldaviðmið und­ir 150%. Skuldaviðmið Hafn­ar­fjarðarbæj­ar var tæp­lega 200% á þess­um tíma og var strax brugðist við með því að taka rekst­ur­inn í gegn og fjár­festa ein­ung­is fyr­ir eigið fé. Mark­miðið var að lækka skuld­ir og rekstr­ar­kostnað. Á þess­um tíu árum hef­ur al­gjör viðsnún­ing­ur orðið á fjár­hag Hafn­ar­fjarðar. Hef­ur skuldaviðmiðið nú lækkað jafnt og þétt og er 82% í lok árs­ins 2024. Við erum stolt af þess­ari þróun sem sjá má á meðfylgj­andi línu­riti. Á því sést einnig hve illa hef­ur tek­ist til með rekst­ur Reykja­vík­ur­borg­ar und­an­far­in ár þar sem Viðreisn er í meiri­hluta með Sam­fylk­ing­unni. Þar er þró­un­in í þver­öfuga átt.

Rang­ar full­yrðing­ar

Það er hrein­lega rangt að halda því fram að skuld­ir á hvern íbúa séu hæst­ar í Hafnar­f­irði af sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu, hvort sem litið er til A-hluta eða A- og B-hluta. Það sést þegar síðustu árs­reikn­ing­ar sveit­ar­fé­lag­anna eru skoðaðir. Vissu­lega eru sveit­ar­fé­lög­in mjög skuld­sett og fjölg­un íbúa hef­ur verið mis­hröð inn­an þeirra und­an­far­in ár. En það er þróun svo­kallaðs skuldaviðmiðs og skulda­hlut­falls sem eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga fylg­ist með. Fyr­ir skemmstu bár­ust ein­mitt af því frétt­ir að Reykja­vík­ur­borg hefði fengið viðvör­un frá nefnd­inni því skuldaviðmið höfuðborg­ar­inn­ar væri yfir há­mark­inu eða 158%.

Hafn­ar­fjörður út­hlutað mikl­um fjölda lóða

Þegar þessi sam­an­b­urður er skoðaður má segja að und­ir stjórn Sam­fylk­ing­ar og Viðreisn­ar hafi fjár­hags­staða Reykja­vík­ur­borg­ar versnað veru­lega og þjón­ust­an líka. Árlega er ánægja íbúa með þjón­ust­una í 20 stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins mæld og kem­ur borg­in jafn­an lök­ust út úr þeim könn­un­um. En til­efni þess­ar­ar grein­ar var umræða um hús­næðismál og lóðafram­boð og get ég stolt upp­lýst að í Hafnar­f­irði hef­ur á und­an­förn­um árum verið út­hlutað lóðum und­ir gríðarleg­an fjölda íbúða og ný hverfi risið hratt og vel. Spá um íbúa­fjölg­un ger­ir ráð fyr­ir að á næstu fimm árum muni íbú­um í Hafnar­f­irði fjölga úr 32.600 í um 40.000. Þannig hef­ur Hafn­ar­fjarðarbær lagt drjúg­an skerf til þess að auka hús­næðis­fram­boð en fleiri íbúðir stuðla að lægra íbúðaverði. Það er það sem kallað er eft­ir. Ábyrg fjár­mála­stjórn og öfl­ug upp­bygg­ing get­ur svo sann­ar­lega farið sam­an.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 21. nóvember 2024.