Skýrir valkostir
'}}

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra:

Loks­ins er vaxta­lækk­un­ar­ferlið komið á flug. Verðbólga fer minnk­andi og stefn­ir ná­lægt verðbólgu­mark­miði inn­an nokk­urra mánaða. Gangi það eft­ir mun­um við sjá ít­rekaðar og ríf­leg­ar vaxta­lækk­an­ir á næsta ári. En það er hægt að klúðra þessu plani.

Þess­ar gjör­breyttu horf­ur eru af­leiðing af traustri hag­stjórn síðustu ár, í gegn­um áföll og af­brigðilega tíma. Síðasta vet­ur lögðum við mikið und­ir með stuðningi við kjara­samn­inga á al­menn­um vinnu­markaði. Það virðist hafa skilað sér því verðlag hef­ur hækkað um rétt ríf­lega 1% síðan þeir kjara­samn­ing­ar voru und­ir­ritaðir. Í fjár­mála­áætl­un 2025-29 var dregið all­veru­lega úr út­gjalda­vexti og áfram­hald­andi aðhald í rík­is­fjár­mál­um tryggt þótt meira þurfi til.

Þetta skipt­ir máli og hef­ur Seðlabank­inn bent á það aðhald. Allt hef­ur þetta tek­ist á meðan við höf­um stutt mynd­ar­lega við Grind­vík­inga eft­ir þær hörm­ung­ar sem á þeim dynja.

Þó að ár­ang­ur­inn tali sínu máli eru flokk­ar sem tala óljóst um aðhald og hærri skatta að fljúga hátt í skoðana­könn­un­um. Flokk­arn­ir, Sam­fylk­ing­in og Viðreisn, hafa í Reykja­vík haldið fast aft­ur af íbúðabygg­ingu sem all­ir sjá af­leiðing­arn­ar af; hærra íbúðaverð og meiri verðbólga. Þá er lausn­in og kjarn­inn í stefnu­skrá beggja flokka að ganga í ESB, þar sem nú er varað við efna­hagserfiðleik­um og skuldakreppu. Þetta plan skil­ar ekki ár­angri.

Við þurf­um aukið aðhald, ein­fald­ari efna­hags­reikn­ing rík­is­ins, ekki banka­rekst­ur, ein­ok­un­ar­versl­un og 160 stofn­an­ir svo dæmi sé tekið. Við þurf­um al­vöru for­gangs­röðun, lægri skatta, enn meira hús­næði og skil­virk­ari þjón­ustu við al­menn­ing.

Við kunn­um þetta – en við þurf­um sterkt umboð til að fram­kvæma. Mun­um það 30. nóv­em­ber.

Þórdís Kolbrún skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22. nóvember 2024.