Veldu leið sem virkar
'}}

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra:

Vext­ir héldu áfram að lækka í gær. Vaxta­lækk­un upp á 0,5% þýðir 190 þúsund krón­um minni greiðslu­byrði á ári fyr­ir heim­ili með 40 millj­óna króna lán. For­gangs­mál Sjálf­stæðis­flokks­ins í rík­is­stjórn hef­ur verið að stuðla að lækk­un verðbólgu svo Seðlabank­inn geti lækkað vexti. Það er að ganga eft­ir. Verðbólg­an er nán­ast í frjálsu falli og Seðlabank­inn ger­ir nú ráð fyr­ir mun minni verðbólgu á næst­unni en áður var talið.

Ef við höld­um áfram á réttri leið er vaxta­lækk­un­in í gær aðeins forsmekk­ur­inn að því sem koma skal á nýju ári. Það skipt­ir okk­ur öll miklu máli.

Miðað við dæmið hér að ofan myndi 1,5% lækk­un til viðbót­ar minnka greiðslu­byrðina um 560 þúsund, en með 2,5% lækk­un minnk­ar hún um fast að millj­ón og svo koll af kolli.

Þetta er að tak­ast sam­hliða litlu at­vinnu­leysi og ágæt­um efna­hags­horf­um, annað en á evru­svæðinu þar sem evr­ópski seðlabank­inn var­ar við litl­um hag­vexti og yf­ir­vof­andi skuldakreppu.

Grein­ing Seðlabank­ans sýn­ir að efna­hags­bat­inn á Íslandi eft­ir heims­far­ald­ur hef­ur verið í al­gjör­um sér­flokki. Við höf­um end­ur­heimt fram­leiðslutapið meðan aðrir sitja eft­ir. Við höf­um góða viðspyrnu og ef rétt er á spil­un­um haldið get­um við verið bjart­sýn um að kaup­mátt­ur haldi áfram að vaxa á kom­andi miss­er­um.

Hér eru eng­ar til­vilj­an­ir. Rík­is­fjár­mál­in hafa verið aðhalds­söm frá 2022. Við studd­um dyggi­lega við hóf­sama kjara­samn­inga á al­menn­um vinnu­markaði sem hafa án vafa stuðlað að hjöðnun verðbólg­unn­ar. Halda þarf fast um taum­ana til að fylgja ár­angri síðustu miss­era eft­ir.

Þetta eru stóru mál­in. Það er lang­mik­il­væg­asta hags­muna­mál heim­ila og fyr­ir­tækja að þessi þróun haldi áfram. Umræður um rót­tæka rök­hyggju, mennska skyn­sem­is­hyggju, aðlög­un­ar­viðræður við ESB eða hvaða nafni sem lausn­irn­ar eru kallaðar – þetta eru allt auka­leik­ar­ar í stóru mynd­inni.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 21. nóvember 2024.