2.000 íbúða bráðaaðgerðir
'}}

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur:

And­vara­leysi í hús­næðismál­um hef­ur haft af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar fyr­ir þróun efna­hags­lífs­ins. Yfir lengra tíma­bil hef­ur efna­hags­stjórn lands­ins að miklu leyti snúið að bar­áttu við verðbólgu – en frá ár­inu 2014 hef­ur hús­næðisliður­inn, sem að mestu ræðst af fast­eigna­verði, verið helsti drif­kraft­ur verðbólgu.

Sveit­ar­fé­lög bera ábyrgð

Ríkj­andi skort­stefna í lóðamál­um borg­ar­inn­ar hef­ur leitt af sér viðvar­andi fram­boðsskort á hús­næðismarkaði og gríðarleg­ar hækk­an­ir fast­eigna­verðs. Á yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bil hef­ur heild­armat fast­eigna hækkað milli ár­anna 2022 og 2025 um tæp 48%.

Upp­söfnuð hús­næðisþörf er nú tal­in sam­svara 17 þúsund íbúðum og þörf­in til framtíðar nema minnst 4.000 íbúðum ár­lega til árs­ins 2050.

Sveit­ar­fé­lög gegna því mik­il­væga hlut­verki að stuðla að jafn­vægi á hús­næðismarkaði með bæði nægu lóðafram­boði og skipu­lagi hverfa sem mæta und­ir­liggj­andi íbúðaþörf. Fyr­ir­liggj­andi hús­næðis­skort­ur og upp­söfnuð hús­næðisþörf eru bein af­leiðing þess að sveit­ar­fé­lög hafa brugðist þessu hlut­verki. Hér gegn­ir höfuðborg­in veiga­miklu hlut­verki en nú er þörf á stefnu­breyt­ingu.

Að hugsa í lausn­um

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tel­ur rétt að hugsa í lausn­um og lagði því til á fundi borg­ar­stjórn­ar sl. þriðju­dag bráðaaðgerðir á hús­næðismarkaði – að ráðist yrði í upp­bygg­ingu 2.000 íbúða á þegar deili­skipu­lögðum svæðum, þró­un­ar­svæðum og framtíðarsvæðum í Úlfarsár­dal og á Kjal­ar­nesi strax á næsta ári.

Jafn­framt yrðu fyr­ir­liggj­andi hug­mynd­ir um þétt­ingu byggðar í Grafar­vogi end­ur­skoðaðar með hliðsjón af byggðarmynstri og anda hverf­is­ins. Sjón­um yrði sér­stak­lega beint að þró­un­ar­reit­um sem styrkt gætu Staðahverfi og leitt til þess að Korpu­skóli yrði aft­ur opnaður.

Meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar treysti sér ekki til að samþykkja til­lög­urn­ar en vísaði þeim held­ur til hins svifa­seina nefnda­kerf­is borg­ar­inn­ar. Það er göm­ul saga og ný.

Aukið lóðafram­boð kjara­bót

Ákvarðanir á sveit­ar­stjórn­arstig­inu hafa gríðarleg áhrif á efna­hagsþróun lands­ins og hags­muni heim­il­anna. Stór­aukið lóðafram­boð og kraft­mik­il hús­næðis­upp­bygg­ing geta falið í sér gríðarlega kjara­bót fyr­ir al­menn­ing í land­inu. Það er því löngu tíma­bært að láta af þröng­sýnni nálg­un meiri­hlut­ans á skipu­lags­mál Reykja­vík­ur. Viðfangs­efnið þarf að nálg­ast af meiri víðsýni – en sam­hliða þétt­ingu byggðar þarf jafn­framt að brjóta nýtt land, út­víkka vaxt­ar­mörk­in og horfa enn lengra til framtíðar. Öðru­vísi svör­um við ekki fyr­ir­liggj­andi þörf á hús­næðismarkaði.

Með því að koma jafn­vægi á hús­næðismarkað má ná betri tök­um á verðbólgu hér­lend­is og hafa já­kvæð áhrif á heim­il­is­bók­hald allra lands­manna. Það er til mik­ils að vinna – fyr­ir okk­ur öll.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 21. nóvember 2024.