Það verður kosið um aðild Íslands að ESB
'}}

Birna Bragadóttir skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður:

Þegar Kristrún Frosta­dótt­ir var kjör­in formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar setti hún ára­langa bar­áttu flokks­ins fyr­ir aðild Íslands að ESB á ís.

Sú ákvörðun var aug­ljós­lega tek­in í því skyni að auka vin­sæld­ir Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og gera flokk­inn meira aðlaðandi fyr­ir kjós­end­ur, enda hafa hug­mynd­ir um ESB-aðild Íslands ekki fengið mik­inn hljóm­grunn á Íslandi. Ákvörðunin fól hins veg­ar ekki í sér efn­is­lega stefnu­breyt­ingu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Evr­ópu­mál­um eins og komið hef­ur fram nú í aðdrag­anda kosn­inga.

Aðild Íslands að ESB er enn eitt helsta stefnu­mál Sam­fylk­ing­ar­inn­ar þótt fram­bjóðend­ur henn­ar hafi reynt að tala sem minnst um það í kosn­inga­bar­átt­unni og aðdrag­anda henn­ar.

Viðreisn ger­ir aðild­ar­viðræður við ESB að skil­yrði

Viðreisn gekk ekki jafn langt í því að reyna að fela sitt helsta stefnu­mál fyr­ir kjós­end­um á síðasta kjör­tíma­bili, enda flokk­ur­inn bein­lín­is stofnaður um bar­átt­una fyr­ir aðild Íslands að ESB.

Fram­an af þess­ari kosn­inga­bar­áttu fór Viðreisn samt eins og kött­ur í kring­um heit­an graut í umræðum um þetta helsta bar­áttu­mál sitt. Fram­bjóðend­ur Viðreisn­ar létu eins og ESB-málið væri létt­vægt í þeirra huga og sögðu að stefna þeirra væri sú sama og annarra flokka, Viðreisn vildi eins og aðrir að þjóðar­at­kvæðagreiðsla færi fram um hvort Ísland ætti að sækja um aðild að ESB.

Slík­ur mál­flutn­ing­ur stenst ekki og er sett­ur fram til að villa um fyr­ir kjós­end­um. All­ir sem til þekkja ættu að vita að aðeins stjórn­mála­menn sem vilja að þjóðin gangi í ESB efna til slíkr­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Stjórn­mála­menn og flokk­ar sem telja ekki skyn­sam­legt fyr­ir þjóðina að ganga í ESB efna ekki til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um inn­göngu. Þetta seg­ir sig sjálft.

En nú hef­ur Viðreisn loks sýnt sitt rétta and­lit. Leiðtogi Viðreisn­ar í Suður­kjör­dæmi lýsti því ný­verið yfir á kosn­inga­fundi í Vest­manna­eyj­um að áfram­hald viðræðna um aðild Íslands að ESB, sem vinstri­stjórn Sam­fylk­ing­ar og VG hóf árið 2010, væri ófrá­víkj­an­legt skil­yrði Viðreisn­ar fyr­ir rík­is­stjórn­ar­sam­starfi við aðra flokka.

Kraf­an um aðild Íslands að ESB verður ekki skýr­ari en þetta.

Stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og fram­bjóðend­ur hans telja hags­mun­um Íslands best borgið utan ESB. Það seg­ir sig sjálft og leiðir raun­ar af nafni flokks­ins. Íslend­ing­um hef­ur farn­ast vel utan ESB og mun gera það áfram, enda horf­ur hér bjart­ari en þar. Við höf­um trú á stöðu okk­ar og styrk og þeim tæki­fær­um sem fram und­an eru. Við vilj­um ekki af­sala okk­ur full­veldi okk­ar held­ur verja yf­ir­ráð okk­ar yfir auðlind­un­um.

Hins veg­ar hef­ur nú teikn­ast upp sú skýra mynd í þess­ari kosn­inga­bar­áttu að at­kvæði greidd Viðreisn eða Sam­fylk­ingu eru at­kvæði greidd með aðild­ar­um­sókn Íslands að ESB.

Það er mik­il­vægt að hafa í huga í kom­andi kosn­ing­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. nóvember 2024.