Öflugt atvinnulíf forsenda framfara
'}}

Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi:

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill að það sé eft­ir­sókn­ar­vert að stofna og reka fyr­ir­tæki á Íslandi. Verðmæti verða til hjá at­vinnu­líf­inu og verðmæta­sköp­un er nauðsyn­leg for­senda þess að hér get­um við byggt upp öfl­ugt og gott sam­fé­lag. Við þurf­um fjöl­breytt­an at­vinnu­rekst­ur þar sem ný­sköp­un á sem flest­um sviðum sam­fé­lags­ins er leiðandi.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill tryggja hóf­lega skatt­heimtu á at­vinnu­lífið, frek­ari álög­ur og skatt­heimta á at­vinnu­grein­ar geta dregið úr verðmæta­sköp­un. Við Sjálf­stæðis­menn trú­um á mik­il­vægi þess að ýta und­ir verðmæta­sköp­un, hjálpa fyr­ir­tækj­un­um að skapa meiri verðmæti og þannig greiða meira til sam­fé­lags­ins.

Við vilj­um tryggja stöðug­leika í rekstr­ar­um­hverfi og ein­falt reglu­verk, við vilj­um tryggja sam­keppn­is­hæfni ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja. Flokk­ur­inn virðir frelsi og sjálfs­ákvörðun­ar­rétt bænda og vill hvetja til auk­inn­ar ný­sköp­un­ar og fjöl­breytni í mat­væla­fram­leiðslu á Íslandi.

Ferðaþjón­ust­an er und­ir­stöðuat­vinnu­grein hér á landi og hef­ur sýnt mik­il­vægi sitt á síðustu miss­er­um. Stuðlum áfram að sam­keppn­is­hæfni grein­ar­inn­ar, auk­um gæði og tryggj­um já­kvæða upp­lif­un ferðamanna með því að stýra álagi á ferðamannastaði og dreif­um heim­sókn­um þeirra um land allt.

Við vilj­um styrkja stoðir menn­ing­ar og skap­andi greina og byggja enn frek­ar und­ir nýt­ingu ís­lensks hug­vits.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun stór­auka græna orku­öfl­un og tryggja næga orku til heim­ila og fyr­ir­tækja. Íslensk græn orka er horn­steinn efna­hags­legs ár­ang­urs ís­lensku þjóðar­inn­ar. Með frek­ari orku­öfl­un tryggj­um við orku­ör­yggi þjóðar­inn­ar og áfram­hald­andi lífs­kjara­vöxt.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill verja full­veldi, sjálf­stæði og ör­yggi þjóðar­inn­ar og tryggja enn frek­ar efna­hags­legt sjálf­stæði lands­ins með frjáls­um viðskipt­um og greiðum aðgangi að alþjóðamörkuðum.

Þannig tryggj­um við meiri ár­ang­ur fyr­ir okk­ur öll.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. nóvember 2024.