Húsnæðismál í vítahring vinstriflokkanna
'}}

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi:

Eðli­legt er að hús­næðis­skort­ur­inn sé eitt helsta mál kosn­inga­bar­átt­unn­ar. Vegna mik­ill­ar hækk­un­ar á hús­næðis­verði hef­ur margt fólk ekki efni á að eign­ast eig­in íbúð þótt það helst vildi. Þess í stað neyðist það til að leigja á afar­kjör­um eða búa í for­eldra­hús­um leng­ur en góðu hófi gegn­ir.

Sam­spil fram­boðs og eft­ir­spurn­ar er eitt af grund­vall­ar­lög­mál­um hag­fræðinn­ar. Ef eft­ir­spurn eft­ir hús­næði er meiri en sem nem­ur fram­boði á því hækk­ar verðið.

Á und­an­förn­um fimm árum hef­ur vísi­tala hús­næðis­verðs hækkað um rúm­lega 70%. Slík­ar hækk­an­ir eru vitn­is­b­urður um mikla öfugþróun á hús­næðismarkaði, ekki síst gagn­vart ungu fólki.

Fram­boð og eft­ir­spurn

Stór­felld­ar hækk­an­ir á hús­næðis­verði í Reykja­vík má rekja til hús­næðis­stefnu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem síðustu ár hef­ur verið studd dyggi­lega af Fram­sókn­ar­flokkn­um, Pír­öt­um og Viðreisn. Hækk­an­ir á hús­næðis­verði eru knún­ar fram með lóðaskort­stefnu, lóðaupp­boði, auknu flækj­u­stigi í stjórn­sýslu, hækk­un gjalda og álagn­ingu nýrra gjalda, t.d. innviðagjalda.

Upp­bygg­ing nýrra íbúða tak­mark­ast að mestu við dýr og þröng þétt­ing­ar­svæði. Íbúðir á þess­um svæðum eru dýr­ar og varla á færi fólks með meðal­tekj­ur, hvað þá efna­lít­ils fólks.

Eign fyr­ir alla

Ódýr­um bygg­ing­ar­lóðum var út­hlutað milliliðalaust til ein­stak­linga og sam­taka þeirra í stór­um stíl á valda­tíma Sjálf­stæðis­flokks­ins 1982-1994. Þá var al­gengt að lóðaverð (gatna­gerðar­gjald) næmi um 4% af bygg­ing­ar­kostnaði nýrr­ar íbúðar. Með þess­ari stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins var tugþúsund­um borg­ar­búa gert kleift að eign­ast hús­næði enda var það mark­miðið. Með miklu og stöðugu fram­boði á ódýr­um lóðum var eft­ir­spurn­inni full­nægt. Alsiða var að fólk fjár­festi í sinni fyrstu íbúð um tví­tugt, gjarn­an á meðan það var í há­skóla eða fram­halds­skóla. Skapa þarf það ástand á ný að auðvelt sé fyr­ir sem flesta að eign­ast eig­in hús­næði.

Frelsi í stað miðstýr­ing­ar

Hús­næðis­skort­ur­inn er í eðli sínu fram­boðsvandi, sem verður ekki leyst­ur með miðstýr­ingu vinstri­flokk­anna held­ur með stór­auknu lóðafram­boði. Hægt er að út­hluta þúsund­um lóða í Úlfarsár­dal, Keldna­landi og á Kjal­ar­nesi með skömm­um fyr­ir­vara. Einnig þarf að hefja und­ir­bún­ing að íbúa­byggð í Geld­inga­nesi.

Við borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins höf­um hvað eft­ir annað lagt til að lóðafram­boð verði stór­aukið í Reykja­vík. Það er besta leiðin til að svara mik­illi eft­ir­spurn og lækka hús­næðis­verð til al­menn­ings.

Til­lög­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins um að hefja und­ir­bún­ing að íbúa­byggð í Geld­inga­nesi hafa tví­veg­is verið felld­ar á kjör­tíma­bil­inu af vinstri meiri­hlut­an­um. Afstaða meiri­hlut­ans er sú að ekki megi bjóða of marg­ar lóðir til sölu í borg­inni á sama tíma til að tryggja há­marks­a­frakst­ur af fyr­ir­hugaðri lóðasölu í Keldna­landi vegna borg­ar­línu. Slíkt viðhorf af­hjúp­ar miðstýr­ing­ar­áráttu vinstri­flokk­anna og and­stöðu þeirra við að eðli­leg­ar markaðslausn­ir séu nýtt­ar til að tryggja ungu fólki ódýrt hús­næði.

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins lögðu einnig til í mars sl. að haf­ist yrði handa við skipu­lagn­ingu Halla- og Hamra­hlíðarlanda í Úlfarsár­dal. Til­lög­unni var vísað til átaks­hóps um hús­næðis­upp­bygg­ingu í borg­inni en borg­ar­stjóri tók um leið fram að málið yrði ekki haft í nein­um for­gangi í þeirri vinnu.

Rjúf­um víta­hring­inn – XD

Lóðaskort­stefna vinstri meiri­hlut­ans í borg­ar­stjórn á mest­an þátt í að viðhalda þeim víta­hring, sem um­lyk­ur hús­næðismál­in. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill rjúfa þenn­an víta­hring með því að hverfa frá skort­stefn­unni og tryggja nægt fram­boð lóða í borg­inni á mun lægra verði en nú tíðkast. Slík stefnu­breyt­ing kæmi öll­um al­menn­ingi til góða, ekki síst ungu fólki, sem vill eign­ast eigið hús­næði þrátt fyr­ir að hafa lítið fé handa á milli.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 14. nóvember 2024.