Stækkum „ehf.-gatið“
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Stóra plan Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í kosn­inga­bar­átt­unni snýr að því að hækka skatta þó und­ir því yf­ir­skini að ein­göngu sé verið að tala um „þá sem hafi breiðari bök.“ Svo virðist sem spjót­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sé þó fyrst og fremst beint að venju­legu, vinn­andi fólki.

Mark­miðið er að skapa þau hug­hrif að fjár­magnseig­end­um sé hyglað á kostnað venju­legs fólks – al­menn­ings í land­inu. Þvæld orðræða Sam­fylk­ing­ar­fólks brýst út í hannaðri hug­taka­notk­un á borð við „ehf.-gatið“ svo­kallaða og „gluf­ur“ sem fram­bjóðend­ur Sam­fylk­ing­ar vilja taka sig sam­an um að loka.

Ef við lít­um fram­hjá orðskrúðinu og skoðum kjarna máls­ins, þá vill Sam­fylk­ing­in tak­marka mögu­leika fólks sem stend­ur í eig­in rekstri að telja fram launa­tekj­ur sem fjár­magn­s­tekj­ur. For­send­ur til­lagn­anna hljóta því að gera ráð fyr­ir því að skatta­legt hagræði fá­ist af því. Engu slíku er þó fyr­ir að fara og í raun eru þessu öf­ugt farið. Sam­fylk­ing­armaður­inn Víðir Reyn­is­son held­ur því fram í gær fram að hið meinta „ehf.-gat“ snú­ist um að jafna skatt­byrði af 1.300 þúsund króna tekj­um hvort sem þær fást greidd­ar sem launa­tekj­ur eða í gegn­um rekst­ur einka­hluta­fé­lags.

Fjár­magn sem tekið er út úr fé­lagi sem arður ber þegar allt er talið til hærri skatt en hefðbund­in laun. Tök­um dæmi. Af 1.300 þúsund króna laun­um nem­ur virk skatt­pró­senta 31% og fær viðkom­andi 897 þúsund krón­ur í vas­ann. Greiði sami ein­stak­ling­ur sér jafn háar tekj­ur í gegn­um ehf.-fé­lagið sitt þarf hann fyrst að greiða 21% fyr­ir­tækja­skatt af hagnaði fé­lags­ins og svo 22% fjár­magn­s­tekju­skatt þegar fjár­magnið er tekið úr rekstr­in­um. Í því til­felli nem­ur virka skatt­pró­sent­an 38,4% og fær hann 800 þúsund krón­ur í vas­ann.

Ekki verður annað séð af til­lög­um þeirra en að til­gang­ur­inn sé að slá ódýr­ar póli­tísk­ar keil­ur. Slík­ar æf­ing­ar höf­um við öll séð áður í kosn­inga­bar­áttu. Verra er þegar þeir sem standa í sjálf­stæðum rekstri – lang­flest­ir í litl­um fyr­ir­tækj­um – fá ekki að njóta sann­mæl­is um fram­lag sitt til sam­fé­lags­ins.

Það eru gild rök fyr­ir því að píp­ar­ar, smiðir, raf­virkj­ar, hár­greiðslu­meist­ar­ar, bak­ar­ar og aðrir iðnaðar­menn stofni einka­hluta­fé­lag utan um þjón­ustu sína eða rekst­ur. Það sama má segja um for­rit­ara, ráðgjafa, hönnuði, bók­ara og fleiri.

Efti­r­á­skýr­ing­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar stand­ast enga skoðun. Mál­flutn­ing­ur þeirra snýst öðru frem­ur um að hafa horn í síðu þeirra sem skapa, taka áhættu og ná ár­angri í störf­um sín­um.

Svo ég til­einki mér orðfæri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þá vill Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stækka „ehf.-gatið“. Framtíðar­sýn okk­ar er sú að auðvelda hug­mynda­ríku og dríf­andi fólki að stofna fyr­ir­tæki og lækka skatta. Við eig­um að bera virðingu fyr­ir vinn­andi fólki og mik­il­vægu fram­lagi þess til sam­fé­lags­ins. Við eig­um að leyfa fólki að njóta ár­ang­urs af erfiði sínu, en ekki boða „plön“ sem þeim er síðan ætlað að greiða fyr­ir.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 11. nóvember 2024.