Hálfsannleikur og hálf…
'}}

Kristinn Karl Brynjarsson formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins:

Það er afar at­hygl­is­vert að fylgj­ast með Sam­fylk­ing­unni búa þjóðina und­ir áform sín um skatta­hækk­an­ir með því að benda á að skatt­byrði launa­fólks hafi nú auk­ist frá 2013 í tíð Sjálf­stæðis­flokks­ins. Með því er svona und­ir kratarós verið að gefa í skyn að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi hækkað skatta á launa­fólk frá ár­inu 2013.

Það er auðvitað al­ger fjar­stæða að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi hækkað skatta á launa­fólk þótt skatt­byrðin hafi auk­ist. Reynd­ar er staðreynd­in sú að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur lækkað skatta á launa­fólk, síðast í tengsl­um við lífs­kjara­samn­ing­ana sem gerðir voru árið 2019. Vand­inn er bara sá, ef hægt er að tala um vanda, að á vakt Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa laun hækkað gríðarlega og þá einkum og sér í lagi lægstu laun­in.

Hækk­un launa

Frá ár­inu 2013 hafa lág­marks­laun hækkað um 100% og meðallaun um 85%. Stærsta synd Sjálf­stæðis­flokks­ins er því að hafa ekki hækkað per­sónu­afslátt­inn til sam­ræm­is við þess­ar launa­hækk­an­ir svo að skatt­byrðin héld­ist óbreytt. Sam­kvæmt verðlags­reikni­vél Hag­stof­unn­ar hef­ur verðlag hækkað um 57,2% frá ár­inu 2013. Þannig að ein­hver er nú kaup­mátt­ar­aukn­ing­in.

Áróðurs­bragð

Það má vel vera að Sam­fylk­ing­in byggi þetta áróðurs­bragð sitt á gögn­um Hag­stof­unn­ar og bara allt gott um það að segja. En það er ekki væn­legt til góðrar niður­stöðu að nýta bara hismið en henda kjarn­an­um.

Kjarn­inn er að sjálf­sögðu sá, að þrátt fyr­ir allt og allt, far­sótt af völd­um kór­ónu­veiru, stríð í Evr­ópu og nátt­úru­ham­far­ir á Reykja­nesskaga, þá tókst á vakt Sjálf­stæðis­flokks­ins að viðhalda hér mikl­um lífs­gæðum, jafn­vel gera þau meiri með góðri stíg­andi í kaup­mætti launa og þá ekki síst þeirra lægst launuðu.

Það má því full­yrða að þetta áróðurs­bragð Sam­fylk­ing­arn­ar sé í allra besta falli hálfsann­leik­ur. Fólk get­ur svo fundið út hvað kalla má hinn helm­ing­inn.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 9. nóvember 2024.