Við erum með „plan“
'}}

Óli Björn Kárason alþingismaður:

Formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ist vera með „plan“ og held­ur því raun­ar fram að Sam­fylk­ing­in sé eini flokk­ur­inn sem sé með „plan“. Það skal játað að það fara nokk­ur ónot um mig þegar stjórn­mála­menn segj­ast vera með „plan“. Íbúar höfuðborg­ar­inn­ar hafa fengið að kynn­ast alls kon­ar „plön­um“ und­ir for­ystu flokks­ins sem nú stefn­ir að því að færa Reykja­vík­ur-mód­elið yfir á landið allt.

Fáir eru betri en vinstri menn í að pakka hug­mynd­um og skoðunum sín­um inn í fal­leg­ar umbúðir. Orðaskraut er þeim eðlis­lægt. Fólk sem bygg­ir á hug­mynda­fræði stjórn­lynd­is og af­skipta af lífi ein­stak­linga og fólks – er sann­fært um að mann­legt sam­fé­lag sé lítið annað en sam­fé­lags­verk­fræði – er alltaf til­búið með lít­il og stór „plön“ und­ir for­merkj­um jafn­rétt­is og jöfnuðar.

Þegar umbúðirn­ar eru tekn­ar utan af „plan­inu“ blas­ir hins veg­ar við göm­ul og úr­elt hug­mynda­fræði vinstri manna; auk­in út­gjöld og hærri skatt­ar. Í sinni ein­földu mynd er formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að boða yfir 100 millj­arða króna í auk­in rík­is­út­gjöld og a.m.k. sam­bæri­lega hækk­un skatta. Og við vit­um að þar verður fyrst og síðast farið í að hækka skatta á launa­fólk í formi tekju­skatta og virðis­auka­skatts. Og um leið verður ráðist að og grafið und­an ein­yrkj­um og sjálf­stætt starf­andi at­vinnu­rek­end­um.

Inni­haldið breyt­ist ekki

Þegar Sam­fylk­ing­in tek­ur að sér for­ystu með aðstoð annarra, end­ar allt á sama veg. Mögu­leik­ar ungs fólks til að skapa sér eig­in framtíð minnka og lífs­kjör millistétt­ar­inn­ar verða lak­ari enda verður hún að bera þyngstu byrðarn­ar af skattagleði vinstri manna. Dreg­inn er mátt­ur úr at­vinnu­líf­inu og þar með mögu­leik­um okk­ar til að standa með sóma­sam­leg­um hætti und­ir vel­ferðar­kerf­inu. Sam­fylk­ing­ar geta reynt að pakka „plan­inu“ í kjós­enda­væn­ar umbúðir en inni­haldið breyt­ist ekk­ert.

Ann­ars er merki­legt hve Sam­fylk­ing­in er viðkvæm fyr­ir því að bent sé á að stóri draum­ur­inn sé að yf­ir­færa Reykja­vík­ur-mód­elið yfir á land­stjórn­ina. Svo viðkvæm að reynt er að fela fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra og gera lítið úr hlut­verki hans í kom­andi kosn­ing­um. Þó er ljóst að borg­ar­stjór­inn fyrr­ver­andi er á leið á þing og verður áhrifa­mest­ur í þing­flokki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Ef mál þró­ast svo að Sam­fylk­ing­in geti myndað rík­is­stjórn þá verður arki­tekt­inn ekki formaður­inn held­ur borg­ar­stjór­inn fyrr­ver­andi. Eng­inn hef­ur meiri reynslu af því að draga aðra flokka til sam­starfs. Það eru óneit­an­lega póli­tísk­ir hæfi­leik­ar að tapa hverj­um kosn­ing­um á fæt­ur öðrum en tryggja sér völd­in með því að út­vega sér vara­dekk annarra flokka.

Póli­tísk klók­indi borg­ar­stjór­ans fyrr­ver­andi hafa reynst borg­ar­bú­um dýr­keypt. Fjár­hag­ur borg­ar­inn­ar er í rúst og und­ir op­in­beru eft­ir­liti, skipu­lags­mál eru í öngstræti og hafa leitt til lóðaskorts, hærra íbúðaverðs og hærri verðbólgu og sam­göng­ur eru í ólestri. Eins og for­eldr­ar leik­skóla­barna þekkja af eig­in raun eru biðlist­ar meg­in­regla í þjón­ustu borg­ar­inn­ar en stjórn­kerfið þenst út.

Ár glataðra tæki­færa

Kjós­end­ur þurfa ekki að líta til Reykja­vík­ur­borg­ar til að átta sig á því hvað bíður ef Sam­fylk­ing­in kemst til valda að lokn­um kosn­ing­um. Ár hinna glötuðu tæki­færa – 2009 til 2013 – verða end­ur­tek­in und­ir for­sæti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Enn og aft­ur verður lagt til at­lögu að grunn­atvinnu­veg­um þjóðar­inn­ar, allt sem hreyf­ist verður skatt­lagt, en frá­leitt er í hug­um vinstri menn annað en „full­nýta“ tekju­stofna. Með dygg­um stuðningi eins vara­dekks­ins úr vinstri meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar verður ESB-skolla­leik­ur­inn end­ur­tek­inn.

Ný vinstri stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sæk­ir í kist­ur rík­is­stjórn­ar hinna glötuðu tæki­færa. „Planið“ verður í anda „you-ain’t-seen-not­hing-yet“ og skatt­kerf­inu verður um­bylt. Í sælu­landi vinstri manna er alltaf sótt sér­stak­lega að millistétt­inni og at­vinnu­líf­inu. Eign­ar­skatt­ar – auðlegðarskatt­ar – verða tekn­ir upp að nýju og eldri borg­ar­ar verða fórn­ar­lömb­in. Fjár­magn­s­tekju­skatt­ur verður hækkaður hressi­lega og aft­ur verða eldri borg­ar­ar fyr­ir barðinu á skatt­mann og sam­hliða drag­ast fjár­fest­ing­ar sam­an og sparnaður minnk­ar. Eina sem er óljóst er hvort fyrst verði gerð aðför að ein­yrkj­um og sjálf­stæðum at­vinnu­rek­end­um eða hvort áhlaup á sjáv­ar­út­veg komi á und­an um leið og grafið er und­an ferðaþjón­ustu með aukn­um álög­um.

Við höf­um reynslu af skattagleðinni frá tíma vinstri stjórn­ar hinna glötuðu tæki­færa og frá Reykja­vík­ur­borg. Að nýta sam­eig­in­lega fjár­muni með skil­virk­ari hætti og end­ur­skipu­leggja rík­is­rekst­ur­inn er fjar­læg hug­mynd og ekki hluti af „plan­inu“ góða sem formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar boðar af sann­fær­ingu. At­vinnu­lífið neyðist til að halda að sér hönd­um enda dregið skipu­lega úr þrótti þess. Laun lækka og störf­um fækk­ar. Í stað sókn­ar verður stöðnun, svo sam­drátt­ur og lak­ari lífs­kjör. Öll fögru kosn­ingalof­orðin gufa upp eins og dögg fyr­ir sólu. Rík­is­sjóður verður rek­inn með vax­andi halla, verðbólga eykst og skuld­ir hækka. Gamla vít­is­vél­in fer aft­ur í gang og „planið“ verður illa lykt­andi á skrif­borðum kerf­is­ins.

Í upp­hafi kosn­inga­bar­átt­unn­ar eru full­trú­ar stjórn­ar­and­stöðunn­ar með Sam­fylk­ing­una í far­ar­broddi og vara­dekk­in úr borg­ar­stjórn í eft­ir­dragi, upp­tekn­ir af því að mála upp dökka mynd af stöðu efna­hags­mála. Neita að sjá ljósið eða viður­kenna að þrátt fyr­ir þung efna­hags­leg áföll hef­ur tek­ist að verja lífs­kjör al­menn­ings og styrkja stoðir vel­ferðar­kerf­is­ins. Eins og svo oft áður virðist vinstri mönn­um vera fyr­ir­munað að sjá eða skynja tæki­fær­in sem blasa við í ís­lensku efna­hags­lífi. Neita að trúa því að framtíðin sé björt ef rétt er staðið að mál­um og komið í veg fyr­ir að „plan“ vinstri stefn­unn­ar og stjórn­ar­hátta „you-ain‘t-seen-not­hing-yet“ nái fram að ganga.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 6. nóvember 2024.