Stórsókn og umbreyting á menntakerfinu
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Við ætl­um að af­stýra neyðarástandi í skóla­kerf­inu með kraft­mikl­um aðgerðum. Um helm­ing­ur drengja og þriðjung­ur stúlkna eru ekki með grunn­færni í lesskiln­ingi. Það er óviðun­andi.

Við stönd­um því á tíma­mót­um. Við get­um látið reka á reiðanum eða skapað sam­fé­lag þar sem hvert barn blómstr­ar í skóla. Miklu fjár­magni er varið í grunn­skóla­kerfið en ár­ang­ur­inn er ekki eft­ir því. Í sam­fé­lagi sem bygg­ist á jöfn­um tæki­fær­um er það óviðun­andi að stór hluti barna hafi ekki grunn­færni í lesskiln­ingi eft­ir tíu ára skyldu­nám.

Af­leiðing­ar slaks náms­ár­ang­urs eru al­var­leg­ar og m.a. þær að börn njóta ekki jafnra tæki­færa. Smám sam­an moln­ar und­an lýðræðinu og sam­keppn­is­hæfni okk­ar Íslend­inga dal­ar – sem rýr­ir lífs­gæði okk­ar allra. Þjóðir sem ná ár­angri í mennta­mál­um búa við bestu lífs­kjör­in – þar vilj­um við Íslend­ing­ar vera og þar get­um við verið. Þess vegna boðar Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stór­sókn og umbreyt­ingu á mennta­kerf­inu.

Snú­um vörn í sókn

Mark­miðið er skýrt: að snúa vörn í sókn. All­ir nem­end­ur eiga að geta lesið og skilið texta við hæfi eft­ir yngsta stig grunn­skól­ans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það. Til að ár­ang­ur ná­ist þarf að bæta ís­lenskt mál­um­hverfi í leik­skól­um lands­ins og tryggja starfs­fólki sem þarf ís­lensku­kennslu. Við verðum að fylgj­ast bet­ur með lestr­arkunn­áttu, mæla hana og grípa fyrr inn ef þess ger­ist þörf til þess að missa ekki af nem­end­um sem hafa ekki náð tök­um á lestri og rit­un. Gera þarf nýja aðal­nám­skrá sem er skýr og góður leiðar­vís­ir. Leggja niður náms­mat byggt á bók­stöf­um og gera það skilj­an­legt fyr­ir nem­end­ur og for­eldra. Við ætl­um að taka aft­ur upp sam­ræmd próf og tryggja stór­bætt náms­gögn. Einnig leggj­um við til að skól­ar verði síma­laus­ir og hreyf­ing verði hluti af hverj­um degi.

End­ur­skil­grein­um skóla án aðgrein­ing­ar

Þá þarf að end­ur­skil­greina hug­mynd­ina um skóla án aðgrein­ing­ar til að auka val for­eldra og tryggja að all­ir nem­end­ur sem mögu­lega þurfa auk­inn stuðning fái hann. Ljóst er að hluta nem­enda get­ur farn­ast bet­ur í sér­úr­ræðum og því mik­il­vægt að meta hvernig og hvort skóli án aðgrein­ing­ar nái mark­miðum um að tryggja vel­sæld og ár­ang­ur allra barna í skól­um lands­ins. For­eldr­ar barna eiga að hafa frelsi til þess að velja en sú er ekki raun­in í dag.

Staða grunn­skól­ans er í for­gangi en aðgerðirn­ar fjalla þó líka um önn­ur skóla­stig og kveða m.a. á um mik­il­vægi virðing­ar fyr­ir kenn­ara­starf­inu og öðru starfs­fólki, að end­ur­skoða kenn­ara­mennt­un, fleiri kom­ist í iðnnám, að gervi­greind sé inn­leidd í allt há­skóla­nám, að komið verði á fót mót­töku­skól­um og/​eða deild­um til að mæta þörf­um hvers barns bet­ur, að minnka brott­hvarf og auka geðheil­brigðisþjón­ustu.

Kjós­um um mennt­un og framtíðina

Með aðgerðum okk­ar í Sjálf­stæðis­flokkn­um ætl­um við að snúa vörn í sókn. Við get­um horft fram á bjart­ari tíma í mennta­mál­um. Með þess­um aðgerðum stuðlum við að jafn­ari tæki­fær­um nem­enda, betri líðan barna og fjölg­un mögu­leika þeirra. Bet­ur menntuð þjóð get­ur skapað fleiri tæki­færi og öfl­ugri fyr­ir­tæki sem auka lífs­gæði allra. Til þess þurf­um við að styrkja grunn­inn, tryggja að all­ir geti lesið sér til gagns.

Við ætl­um að setja skýr mark­mið um ár­ang­ur og koma ís­lensku mennta­kerfi á þann stað sem það á heima: í flokk þeirra þjóða sem skara fram úr. Börn­in okk­ar eru það mik­il­væg­asta í lífi okk­ar allra og þau eiga skilið að fá fólk við stjórn­völ­inn sem set­ur þau í fyrsta sæti, bæði í orði og á borði. Tök­um hönd­um sam­an, for­eldr­ar, afar, ömm­ur og aðrir, lát­um verk­in tala og styðjum raun­veru­leg­an ár­ang­ur í mennta­mál­um.

Kjós­um Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Hægt er að kynna sér til­lög­urn­ar í heild á www.xd.is/​mennta­mal

Greinin birtist í Morgunblaðinu 7. nóvember 2024.