Listakynning Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
'}}

Listakynning Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram, sunnudaginn 27. október kl. 13:30. Kynningin fer fram í félagsheimili Þróttar að Engjavegi 7. Þar gefst Sjálfstæðismönnum færi á því að ræða við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi kosningum til Alþingis.

Boðið verður upp á kaffi og með því.

Söfnun meðmæla með framboðslistum Sjálfstæðisflokksins stendur nú yfir. Við hvetjum alla Sjálfstæðismenn til að leggja framboðinu lið með undirskrift sinni. Söfnun meðmæla er hvort tveggja á rafrænu formi og á undirskriftarlistum. Hér er hægt að mæla með framboðum rafrænt, en undirskriftarlistar verða á fundarstað á sunnudaginn kemur.