Kjósum ábyrgð í stað upplausnar
'}}

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Í alþing­is­kosn­ing­un­um 30. nóv­em­ber vel­ur þjóðin full­trúa til að stjórna sam­eig­in­leg­um mál­um sín­um næstu fjög­ur ár. Von­andi verða kosn­ing­arn­ar til þess að unnt verði að mynda trausta rík­is­stjórn, sem vinni að stöðug­leika í stjórn­mál­um og efna­hags­mál­um. Slíkt er þó alls ekki sjálf­gefið.

Ríkj­andi fyr­ir­komu­lag kosn­inga ýtir bein­lín­is und­ir fjölg­un flokka og fram­boða. Átta flokk­ar eiga nú sæti á Alþingi en þeim gæti fjölgað í níu eða jafn­vel tíu í kom­andi kosn­ing­um. Slíkt kraðak smá­flokka myndi ekki auðvelda mynd­un rík­is­stjórn­ar að lokn­um kosn­ing­um, hvað þá traustr­ar stjórn­ar, sem tæki á viðfangs­efn­um næstu ára af festu og ábyrgð. Með ein­tóm­um smá­flokk­um og smákóng­um á Alþingi er hætta á að upp­lausn komi í stað ábyrgðar.

Árang­ur á erfiðum tím­um

Þrátt fyr­ir erfið stjórn­arslit verður því ekki neitað að sjö ára sam­starf Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna hef­ur skilað marg­vís­leg­um ár­angri. Lífs­kjör þjóðar­inn­ar hafa aldrei verið betri og hún stend­ur vel á flesta alþjóðlega mæli­kv­arða.

Eft­ir kosn­ing­arn­ar 2017 og 2021 stóð valið á milli þriggja flokka stjórn­ar með aðild Sjálf­stæðis­flokks­ins eða fimm til sex flokka vinstri stjórn­ar. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn axlaði ábyrgð og lagði sitt af mörk­um svo að unnt yrði að mynda starf­hæfa rík­is­stjórn.

Stjórn­ar­sam­starfið var lengst af traust en ekki án fórna. Ekki síst þurfti Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn að gera ýms­ar mála­miðlan­ir, t.d. í rík­is­fjár­mál­um, sem urðu um­deild­ar inn­an flokks­ins. Þing­menn sam­starfs­flokk­anna þrýstu mjög á um auk­in op­in­ber út­gjöld, sem ljóst var að yrðu til lengd­ar ein­ung­is fjár­mögnuð með lán­tök­um eða skatta­hækk­un­um.

Reynsl­an sýn­ir að and­stæðinga skatta­hækk­ana er helst að finna í Sjálf­stæðis­flokkn­um. Oft hafa þing­menn hans komið í veg fyr­ir að ófjár­magnaðar út­gjalda­hug­mynd­ir vinstri manna í stjórn­ar­liðinu yrðu að veru­leika.

Svo virðist einnig sem fylg­is­menn skatta­lækk­ana sé ein­ung­is hægt að finna í Sjálf­stæðis­flokkn­um. Þing­menn flokks­ins beittu sér fyr­ir af­námi tolla (800 tals­ins) og marg­vís­leg­um skatta­lækk­un­um. Án þeirra hefðu lands­menn greitt um 700 millj­örðum hærri skatta en ella und­an­far­inn ára­tug.

Mik­il­væg stefnu­mál

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn þarf nú að setja fram skýra stefnu um hvernig lífs­kjör lands­manna verði sem best tryggð á kom­andi árum. Nokk­ur æski­leg stefnu­mál skulu nefnd:

Skatt­byrði verði ekki auk­in frek­ar und­ir stjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins. Ráðist verði í átak við lækk­un skatta, m.a. marg­vís­legra sér­skatta.

Styrkja verður full­veldi þjóðar­inn­ar.

Skerpa þarf á á lög­um og reglu­gerðum varðandi heim­ild­ir út­lend­inga til að leita hér hæl­is, sækja heil­brigðisþjón­ustu og festa bú­setu.

Um­bæt­ur verði gerðar í hús­næðismál­um og sem flest­um gert kleift að eign­ast eigið hús­næði.

Ráðist verði í löngu tíma­bær­ar sam­göngu­bæt­ur eins og Sunda­braut og úr­bæt­ur á um­ferðarþung­um gatna­mót­um í Reykja­vík. Hætta skal fjár­austri í óraun­hæfa hug­mynd um flug­völl í Hvassa­hrauni en tryggt að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur gegni áfram margþættu hlut­verki í þágu inn­an­lands­flugs, sjúkra­flugs og björg­un­ar­flugs.

Auka þarf orku­vinnslu. Rjúfa þarf kyrr­stöðu og ryðja úr vegi hindr­un­um vegna nátt­úru­vænna virkj­ana­fram­kvæmda.

Nýta þarf kosti einka­rekstr­ar í heil­brigðis­kerf­inu í aukn­um mæli með gæði og hag­kvæmni að leiðarljósi.

Sam­ræmd próf verði tek­in upp að nýju í grunn­skól­um og þau nýtt með mark­viss­um hætti til að bæta skólastarf.

Alþingi á að auðvelda og bæta dag­legt líf fólks en ekki hneppa það í fjötra reglu­gerða og skatta­hækk­ana. Mynda þarf næstu rík­is­stjórn á grund­velli sókn­ar í at­vinnu­mál­um og stöðug­leika í efna­hags­mál­um. Þannig leggj­um við góðan grunn að auk­inni verðmæta­sköp­un, bætt­um lífs­kjör­um og öfl­ugu vel­ferðar­kerfi.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 24. október 2024.