Stjórn kjördæmisráðs hefur ákveðið að fundur kjördæmisráðsins sem átti að fara fram þriðjudaginn 22. október verði frestað fram á fimmtudaginn 24. október kl. 20 í Valhöll, Háleitisbraut 1, Reykjavík. Skráning inn á fundinn hefst kl. 19:15.
Dagskrá, framhald af fundinum sem var frestað sunnudaginn 20. október:
- Tillaga kjörnefndar um 5.-28. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi borin upp og afgreidd.
- Fullskipaður framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi staðfestur í heild sinni.
- Önnur mál.
Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi
Ljósmynd: Ólafur Árdal