Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur var rétt í þessu kjörin í 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember nk.
Kjördæmisráðið samþykkti fyrr í dag einróma að viðhafa röðun við efstu 6 sæti á framboðslistanum. Tveir gáfu kost á sér; Kristín Linda Jónsdóttir og Kristján Óli Níels Sigmundsson.