Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra var rétt í þessu á afar fjölmennum fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Hótel Selfossi sjálfkjörin oddviti flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar 30. nóvember næstkomandi.
Kjördæmisráðið samþykkti fyrr í dag einróma að viðhafa röðun við efstu 6 sæti á framboðslistanum og var Guðrún ein í kjöri um 1. sætið.