Fundir boðaðir um val á lista í Norðvesturkjördæmi
'}}

Stjórn kjördæmisráðs Norðvesturkjördæmis boðar til fundar í kjördæmisráði sunnudaginn 20. október kl. 12:30 á Hjálmakletti, Borgarnesi. Skráning inn á fundinn hefst kl. 12:00.

Fyrir fundinum liggur annars vegar tillaga stjórnar kjördæmisráðs um að viðhafa röðun við val á efstu 4 sætum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við næstu alþingiskosningar og að fela kjörnefnd að gera tillögu að fullskipuðum framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Þá boðar stjórn kjördæmisráðs til annars fundar kl. 13:00 sunnudaginn 20. október á Hjálmakletti, Borgarnesi, þar sem röðun um efstu 4 sæti á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi verður framkvæmd, með fyrirvara um samþykki fyrri fundar sama dag. Kosið er um eitt sæti í einu.

Fundargjald er 3.500 kr. Innifalið er súpa, kaffi og fundargögn.