Landsmenn eiga orðið

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra:

Á sunnu­dag til­kynnti ég að rík­is­stjórn­ar­sam­starf Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna væri komið að leiðarlok­um. Eft­ir sam­töl við for­menn sam­starfs­flokka okk­ar um stöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar und­an­farna daga var það mat mitt að frek­ara sam­starf myndi ekki skila ár­angri.

Þegar við end­ur­nýjuðum sam­starfið und­ir for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins í vor voru mark­miðin skýr og við náðum fljótt tals­verðum ár­angri. Verðbólga í dag er sú minnsta í þrjú ár og vext­ir eru tekn­ir að lækka. Með breytt­um út­lend­inga­lög­um og styrk­ari lög­gæslu höf­um við gjör­breytt stöðunni á landa­mær­um Íslands, þar sem hæl­is­um­sókn­um hef­ur fækkað um meira en helm­ing. Í orku­mál­um hef­ur mörg­um hindr­un­um sömu­leiðis verið rutt úr vegi. Ný­sköp­un blómstr­ar, tæki­fær­in eru fleiri og hag­sæld­in meiri. Það er, þrátt fyr­ir allt, óvíða betra að búa en á Íslandi.

Lýðveldið er reist á grunni fram­sýni og kjarks

Í hátíðarræðu á Aust­ur­velli þann 17. júní, á 80 ára af­mæli lýðveld­is­ins, minnt­ist ég þess hvernig kyn­slóðirn­ar sem á und­an komu lögðu grunn að framúrsk­ar­andi sam­fé­lagi nú­tím­ans. Sá grunn­ur var ekki lagður með því að lifa á af­rek­um fortíðar, held­ur með fram­sýni, kjarki og bar­áttu fyr­ir stöðugum fram­förum á öll­um sviðum.

Það er skylda okk­ar að leggja grunn að enn betra Íslandi fyr­ir þá sem á eft­ir koma, en það verður ekki gert með kyrr­stöðu. Stöðnun og stöðug­leiki eru sitt hvor hlut­ur­inn. Vinnufriður er til einskis ef vinn­an sjálf mun eng­um ár­angri skila. Rík­is­stjórn verður að geta sam­mælst um trausta for­ystu í stærstu mál­um hvers tíma. Mála­miðlan­ir hafa ávallt verið eðli­leg­ur hluti þess að sitja við stjórn­völ­inn en fyr­ir því eru tak­mörk í hve mikl­um mæli má miðla mál­um.

Í bréfi til sjálf­stæðismanna í gær greindi ég sam­flokks­fólki mínu frá því að ég væri að bregðast sjálf­um mér, flokks­mönn­um og lands­mönn­um öll­um með því að þykj­ast geta leitt stjórn­ina áfram þegar við næðum ekki niður­stöðu um þau mál sem skipta fólk mestu. Þar með stóð ekki eft­ir ann­ar kost­ur en að leggja fram­haldið í dóm kjós­enda, þar sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun tala fyr­ir þeirri stefnu sem skilað hef­ur ís­lensku sam­fé­lagi mest­um ár­angri í ár­anna rás.

Horf­um björt­um aug­um til framtíðar

Ísland er land óþrjót­andi tæki­færa. Við erum stór­huga þjóð, rík að auðlind­um, hug­mynd­um og hæfi­leika­ríku fólki. Það er full ástæða til að horfa björt­um aug­um til kom­andi ára.

Tryggja þarf áfram­hald­andi aðhald í rík­is­fjár­mál­um til að verðbólga og vext­ir haldi áfram að lækka. Styrkja þarf landa­mær­in enn frek­ar. Stór­auka þarf græna orku­fram­leiðslu. Setja þarf skýr­an ramma um nýj­ar og vax­andi grein­ar, þar sem at­vinna og af­koma heilu sam­fé­lag­anna er und­ir. Við höf­um tæki­færi til að stór­auka verðmæta­sköp­un og hag­sæld í land­inu, lát­um þau ekki úr greip­um ganga. Auka þarf frelsi fólks í leik og starfi og hverfa frá þeirri hugs­ana­villu að rík­is­starfs­menn ein­ir geti veitt til­tekna þjón­ustu eða af­greitt lög­leg­ar neyslu­vör­ur. Áfram mætti lengi telja.

Fram und­an er hörð og snörp kosn­inga­bar­átta. Val­kost­irn­ir eru skýr­ir. Ann­ars veg­ar vinstri stjórn, stór­auk­in út­gjöld, meiri rík­is­af­skipti, hærri skatt­ar og auk­in skuld­setn­ing. Hins veg­ar öfl­ug­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur sem get­ur leitt þjóðina inn í nýja tíma fram­fara og bættra lífs­kjara með frelsi ein­stak­lings­ins og at­hafna­frelsi að leiðarljósi. Næstu vik­ur legg ég störf okk­ar, stefnu og framtíðar­sýn í dóm kjós­enda og mun þar berj­ast af krafti, landi og þjóð til heilla.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 15. október 2024.