Ákvörðun um aðferð við val á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
'}}

Boðað er til fundar í Verði, kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Valhöll á morgun, 16. október, kl. 20:00, til ákvörðunar um aðferð við val á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna Alþingiskosninga. Fyrir fundinum liggur tillaga stjórnar Varðar um að haga vali á lista með uppstillingu.

Á fundinum verður einnig kosin kjörnefnd í samræmi við reglur Varðar. Skriflegum framboðum til kjörnefndar skal skilað í tölvupóstfangið jonb@xd.is fyrir kl. 18:00 á morgun, 16. október.

Tekið er við tilnefningum til sæta á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á tölvupóstfanginu jonb@xd.is.

Að loknum störfum kjörnefndar verður boðað til nýs fundar kjördæmisráðsins með skömmum fyrirvara. Þar verða framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lagðir fram til samþykktar.

Fundurinn er opinn fulltrúum í fulltrúaráðinu í Reykjavík. Upplýsingar um þetta má finna á mínum síðum, hér ofar.

Yfirkjörstjórn Varðar