Forysta Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis eru gestir og frummælendur á fjórum mismunandi fundum á morgun laugardaginn 12. október.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, verður gestur Sjálfstæðisfélags Garðabæjar á laugardagsfundi 12. október kl. 11:00 í Sjálfstæðisheimilinu að Garðatorgi 7.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins verður gestur Sjálfstæðisfélags Kópavogs kl. 10 í Sjálfstæðissalnum Hlíðarsmára 19 í Kópavogi.
Vilhjálmur Árnason ritari Sjálfstæðisflokksins og alþingismaður verður gestur hjá sjálfstæðismönnum í Vestmannaeyjum. Fundurinn verður í Ásgarði á morgun laugardag kl. 11.
Birgir Ármannsson forseti Alþingis verður gestur á laugardagsfundi Varðar í Valhöll. Háaleitisbraut 1 og hefst fundurinn kl. 10:30. Fundurinn er haldinn af félagi sjálfstæðismanna í Miðbæ og Norðurmýri.