Er þjóðkirkjan stjórnmálavettvangur?
'}}

Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis:

Ýmsir kirkj­unn­ar þjón­ar stíga reglu­lega inn í umræðuna um mál­efni líðandi stund­ar. Fólk hef­ur jafn­vel þurft að sitja und­ir póli­tísk­um áróðri í sunnu­dags­mess­um. Fólk sem sæk­ir kirkj­ur til að iðka trú sína á heil­ög­um stað og á að njóta til þess þjón­ustu sömu þjóna. Ég er þeirr­ar skoðunar að prest­ar og aðrir fyr­ir­svars­menn kirkj­unn­ar eigi að forðast að stíga inn í póli­tísk deilu­mál og þræt­ur og taka af­stöðu í þeim. Slíkt er enda til þess fallið að skapa sundr­ung meðal fylg­is­manna kirkj­unn­ar og fjar­lægð frá þeim sem deila ekki skoðunum eða sýn með viðkom­andi. Auk þess bendi ég á að kirkj­an hef­ur í nógu að snú­ast að bera út boðskap kristn­inn­ar og þar er af nógu að taka; heil­ar 1.500 blaðsíður og þúsund­ir versa.

Og talandi um boðskap kristn­inn­ar og hlut­verk kirkj­unn­ar. Nú stytt­ist í aðvent­una – biðina eft­ir jól­un­um – og við jóla­börn erum löngu far­in að telja niður. Við eig­um auðvitað æva­forna sögu hér af jól­um, tengda vetr­ar­sól­stöðum, en síðar féllu þau að fæðing­ar­hátíð Jesú Krists. Jól eru því rót­gró­in í ís­lenskri menn­ingu, menn­ingu sem hef­ur mót­ast að mestu leyti af krist­inni trú.

Boðskap­ur krist­inn­ar trú­ar eru grunn­gildi sam­fé­lags okk­ar: kær­leik­ur, fyr­ir­gefn­ing, mis­kunn­semi og mann­v­irðing. Þetta eru gildi og boðskap­ur sem eiga sann­ar­lega er­indi í ís­lensku sam­fé­lagi um þess­ar mund­ir. Ef kirkj­unn­ar þjóna vant­ar inn­blást­ur, gætu þeir rifjað upp guðspjöll­in og fjöl­marg­ar dæmi­sög­ur Biblí­unn­ar til þess að koma er­ind­inu á fram­færi.

Á svipuðum nót­um lang­ar mig til að hvetja þjóðkirkj­una til að gal­opna aft­ur dyr sín­ar fyr­ir jóla­heim­sókn­um barna á skóla­tíma. Heim­sókn­um sem er rík hefð fyr­ir og við höf­um hér flest fengið að njóta gegn­um árin. Sann­ar­lega hafa ekki all­ar sókn­ir hagað störf­um sín­um með þeim hætti að af­lýsa heim­sókn­um, en skila­boð þeirra sem það hafa gert þykja mér miður.

Ein­hverj­um hef­ur þótt kirkj­an vera að valda deil­um eða tog­streitu með því að bjóða ís­lensk­um skóla­börn­um í heim­sókn sam­kvæmt langri og fal­legri hefð. Það er auðvitað frá­leit eft­ir­gjöf gagn­vart óum­b­urðarlyndi ör­fárra. Auk þess er það þá í það minnsta verðugra verk­efni og sam­rým­ist bet­ur verk­efn­um kirkj­unn­ar en póli­tísk þrætu­epli hverju sinni.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 27. september 2024.