Brýnum bitlaust verkfæri
'}}

Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins:

Und­an­farna ára­tugi hafa ár­leg­ar launa­hækk­an­ir og verðbólga hér á landi verið meiri en ann­ars staðar á Norður­lönd­um og vaxta­stig hærra. Það er löngu tíma­bært að all­ir aðilar hag­stjórn­ar og vinnu­markaðar dragi lær­dóm af dýr­keyptri og sí­end­ur­tek­inni reynslu sem fylg­ir því að hækka laun um­fram getu at­vinnu­lífs­ins. Af­leiðing­in er auk­in verðbólga, hærri vext­ir og skert sam­keppn­is­staða ís­lenskra fyr­ir­tækja á alþjóðleg­um mörkuðum. Það er því afar brýnt að samstaða ná­ist um breytt vinnu­brögð við gerð kjara­samn­inga.

Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar er því lofað að efla embætti rík­is­sátta­semj­ara, m.a. í þeim til­gangi að auka fyr­ir­sjá­an­leika og bæta verklag við gerð kjara­samn­inga. Þrátt fyr­ir þau fögru fyr­ir­heit er raun­in sú að embætti rík­is­sátta­semj­ara er mun veik­ara í dag en ætla mætti.

Eina raun­veru­lega vald­heim­ild rík­is­sátta­semj­ara sam­kvæmt lög­um er fram­lagn­ing miðlun­ar­til­lögu til lausn­ar vinnu­deilu, sem aðilum vinnu­markaðsins er skylt að bera und­ir fé­lags­menn sína í at­kvæðagreiðslu. Frá því að embætti rík­is­sátta­semj­ara var stofnað árið 1980 hafa á fjórða tug miðlun­ar­til­lagna verið lagðar fram og ein­ung­is ein slík verið felld í at­kvæðagreiðslu það sem af er öld­inni.

Snemma árs 2023 kom hins veg­ar í ljós að miðlun­ar­til­lög­ur embætt­is­ins eru í reynd bit­laust verk­færi. Verk­færi sem aðilar vinnu­markaðar­ins geta hunsað að vild með því að neita að fram­kvæma at­kvæðagreiðslu um til­lög­una, líkt og stétt­ar­fé­lagið Efl­ing gerði með eft­ir­minni­leg­um hætti í deilu sinni við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins.

All­ir sem til þekkja eru sam­mála um að staðan eins og hún er í dag – að aðilar vinnu­markaðar­ins geti van­rækt lög­bundn­ar skyld­ur sín­ar án nokk­urra af­leiðinga – sé óboðleg og gera þurfi brag­ar­bót á. Þrátt fyr­ir hina aug­ljósu ágalla á vinnu­markaðslög­gjöf­inni hef­ur fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra ekki lagt fram frum­varp til breyt­ing­ar á lög­um til að bæta úr ástand­inu.

Því hef­ur þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins lagt fram frum­varp um stöðu og vald­heim­ild­ir rík­is­sátta­semj­ara og var mælt fyr­ir því á Alþingi á dög­un­um. Frum­varpið kveður á um að eft­ir að miðlun­ar­til­laga er lögð fram er aðilum vinnu­markaðar­ins óheim­ilt að beita verk­föll­um eða verk­bönn­um þar til greidd hafa verið at­kvæði um til­lög­una. Er með því tryggt að lög­in virki í reynd og for­ysta samn­ingsaðila geti ekki leng­ur svipt fé­lags­menn sína rétt­in­um til að taka af­stöðu til miðlun­ar­til­lagna rík­is­sátta­semj­ara.

Það er okk­ur sjálf­stæðismönn­um hjart­ans mál að stuðla að bætt­um sam­skipt­um og vinnu­brögðum á vinnu­markaði, sem og ann­ars staðar, en það ligg­ur í aug­um uppi að vinnu­brögð á vinnu­markaði verða tæp­ast til fyr­ir­mynd­ar ef at­vinnu­rek­end­ur og stétt­ar­fé­lög geta virt lög að vett­ugi eft­ir eig­in henti­semi. Verði frum­varp okk­ar sjálf­stæðismanna að lög­um yrði stigið stórt skref í átt að heil­brigðari vinnu­markaði.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 26. september 2024.