Betra og skilvirkara verndarkerfi
'}}

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra:

Það eru marg­ar áskor­an­ir í ís­lensku sam­fé­lagi þessa dag­ana og það er margt sem brenn­ur á ís­lensku þjóðinni. Vá­leg­ir at­b­urðir síðustu daga og vikna beina sjón­um okk­ar að börn­um okk­ar og fjöl­skyldu og minna okk­ur á mik­il­vægi þess að hlúa vel að fjöl­skyld­unni í okk­ar sam­fé­lagi. Treysta þann grund­völl sem okk­ar lýðræðis­lega sam­fé­lag er reist á, menn­ingu okk­ar og gildi.

Ein­hverj­um kann að finn­ast vera áhlaup á þau gildi og á okk­ar sam­fé­lag. Við þurf­um að vera vak­andi fyr­ir því og þora og vilja taka sam­talið af yf­ir­veg­un og byggt á staðreynd­um.

Í ein­hverj­um til­vik­um er sjón­um beint að inn­flytj­end­um og þá sér í lagi um­sækj­end­um um alþjóðlega vernd. Sú umræða get­ur orðið til­finn­inga­rík og klofið sam­fé­lagið í herðar niður. Þar sem fólk fylk­ir sér um einn til­tek­inn ein­stak­ling eða fjöl­skyldu án þess að ræða mál­in í breiðara sam­hengi.

Ég legg áherslu á að við náum tök­um á mála­flokki sem hef­ur farið úr bönd­un­um. Þar sem kostnaður hef­ur orðið gríðarleg­ur og áraun á okk­ar innviði og okk­ar sam­fé­lag er meiri en við höf­um upp­lifað í seinni tíð. Ég er að horfa á stóru mynd­ina. Ég er að gæta hags­muna ís­lenskr­ar þjóðar.

En það er ekki sama hvernig við ger­um það og það skipt­ir mig máli að við sýn­um hvert öðru virðingu og þá ekki síst þeim sem hingað koma í von um betra líf. Það er gríðarlega mik­il­vægt að draga úr skaut­un í ís­lensku sam­fé­lagi um mál­efni út­lend­inga enda snú­ast þau í grunn­inn um fólk. Það þarf að nálg­ast umræðuna af nær­gætni.

Þær ákv­arðanir sem hér eru tekn­ar eða þær regl­ur sem hafa verið sett­ar eru ekki byggðar á hatri. Þær eru ein­mitt byggðar á grunn­gild­um okk­ar og tryggja að við get­um tekið á móti þeim ein­stak­ling­um sem eru í neyð. Það er hins veg­ar þannig að ekki all­ir sem hingað koma eru í neyð og ekki all­ir fá vernd. Það geta verið marg­ar ástæður fyr­ir því en í grunn­inn bygg­ist reglu­verk okk­ar og fram­kvæmd á alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um og á regl­um ná­granna­ríkja okk­ar, þó með nokkr­um und­anþágum sem eru til skoðunar.

Þegar við lít­um á stóru mynd­ina er þó ljóst að við erum að ná ótrú­leg­um ár­angri í mál­efn­um vernd­ar­kerf­is­ins þar sem við höf­um tekið stór um­bóta­skref. Skref sem ætlað er að auka skil­virkni í kerf­inu og draga úr kostnaði.

Ein af stóru áskor­un­um okk­ar er að stytta málsmeðferðar­tíma og tryggja að unnt sé að af­greiða mál ein­stak­linga sem hingað leita hratt og ör­ugg­lega. Það er mannúðlegt og til hags­bóta fyr­ir þau sem bíða úr­lausn­ar. Við höf­um styrkt okk­ar stofn­an­ir til að ná tök­um á þess­ari stöðu sem og breytt reglu­verki. Má vænta að enn frek­ari ár­ang­ur af því sjá­ist á nýju ári.

For­dæma­laus fjöldi um­sókna um alþjóðlega vernd er að minnka um­tals­vert og hef­ur um­sókn­um um vernd í heild fækkað um 55% á milli ára. Mjög marg­ir þeirra sem sækja um vernd fá synj­un um vernd og hafa því ekki heim­ild til dval­ar á Íslandi. Það hef­ur reynst erfitt fyr­ir okk­ur sem og aðrar Evr­ópuþjóðir að flytja þá ein­stak­linga sem svo hátt­ar til um til heimarík­is eða viðtöku­rík­is. Við höf­um hins veg­ar náð gríðarleg­um ár­angri síðustu miss­eri með mark­viss­um aðgerðum og höf­um fjölgað brott­flutn­ing­um þeirra sem hafa fengið synj­un um vernd eða dvelja hér ólög­lega um 70% á milli ára. Þar höf­um við lagt megin­á­herslu á sjálf­vilj­uga heim­för. Þá höf­um við lagt aukna áherslu á lög­gæslu­eft­ir­lit á landa­mær­un­um og við höf­um snúið við yfir 600 manns á landa­mær­un­um á Kefla­vík­ur­flug­velli það sem af er ári. Það er jafn­mik­ill fjöldi og 13 sam­an­lögð árin á und­an.

Ég hef all­an minn tíma í ráðuneyt­inu lagt of­urkapp á að ná stjórn á mála­flokkn­um og koma hon­um í jafn­vægi. Það er að ger­ast.

Mín afstaða í út­lend­inga­mál­um hef­ur ekki snú­ist um það hvort til­tekn­ir ein­stak­ling­ar fái vernd eða verði að fara úr landi. Mín bar­átta snýst um það að ná jafn­vægi í mála­flokki hæl­is­leit­enda og landa­mæra með það fyr­ir aug­um að standa vörð um vernd­ar­kerfið og taka vel á móti þeim sem hér fá vernd og setj­ast að í ís­lensku sam­fé­lagi. Ein­stak­ling­ar og fjöl­skyld­ur sem síðar munu aðlag­ast, auðga og taka þátt í ís­lensku sam­fé­lagi.

Mark­miðið er að búa hér til betra og skil­virk­ara vernd­ar­kerfi sem bygg­ist á grunn­gild­um okk­ar, þar sem við hlú­um að mannúðlegu og rétt­látu sam­fé­lagi. Við höf­um tekið stór skref í þá átt.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 23. september 2024.