Viðtal við Bjarna í Samtalinu

Mikill árangur hefur náðst í ríkisstjórnarsamstarfinu á alla mælikvarða. Þannig hefur hagvöxtur undanfarinna ára hér á landi verið umfram það sem gerðist í nágrannaríkjum og öðrum Evrópulöndum, lífskjör á Íslandi eru með besta móti og forgangsröðun ríkisstjórnarinnar hefur verið að nota hagvöxt og verðmætasköpun í landinu til þess að standa betur með ellilífeyrisþegum, ungu fólki og styrkja velferðarkerfið. Allt hefur þetta tekist þrátt fyrir krefjandi aðstæður í ljósi verðbólgu og hás vaxtastigs.  Þetta kom fram í athyglisverðu viðtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í nýjum þætti Heimis Más Péturssonar á Vísi.

Þátturinn, sem ber heitið Samtalið, var sendur út fimmtudaginn 19. september. Í viðtalinu var farið vítt og breitt yfir stöðuna í stjórnmálunum, stjórnmálaferil Bjarna, ríkisstjórnarsamstarfið síðastliðin sjö ár og framtíð Sjálfstæðisflokksins. Þá benti Bjarni á að nýsköpunarumhverfi á Íslandi blómstri, hér væri framþróun í nýjum atvinnugreinum og hjá sprotafyrirtækjum og atvinnulífið stæði sterkum fótum.

Fólk er hvatt til að horfa á þennan áhugaverða þátt, en hann er að finna hér.