Þriðjudaginn 24. september kl 17:15-18:30 halda ráðherrar, þingmenn og sveitarstjórnarfólk Sjálfstæðisflokksins í samstarfi við Málfundafélagið Óðinn og Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík málstofu um stöðu fjölskyldna á Íslandi á fjölskyldukaffihúsinu Dal í Laugardal .
Skoðað verður hvaða áskoranir barnafjölskyldur standa frammi fyrir og hvaða breytingar þurfa að eiga sér stað til þess að styðja betur við barnafólk og að þessu sinni verða fæðingarorlof og leikskólamál í brennidepli.
Sylvía Briem Friðjónsdóttir verður gestur á fundinum ásamt Eydísi Ýr sem er partur af hlaðvarpinu Undirmannaðar.
Góð aðstaða er fyrir börn á viðburðinum.
Nánari upplýsingar um viðburinn má nálgast hér.