Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tókst á við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, í umræðum um fjárlög á Sprengisandi á sunnudaginn. Kom þar skýrt fram að efnahagsleg staða ríkissjóðs er á alla mælikvarða mjög góð og að mörgu leyti langt umfram væntingar.
Hátt vaxtastig er þó enn að hrjá okkur og húsnæðisliður verðbólgu heldur henni þrálátri. Í baráttu við verðbólguna segir Bjarni að raunvaxtastig Seðlabanka Íslands skipti mestu og sé langtum áhrifaríkara heldur en aðrar aðgerðir.
Þá gagnrýndi Bjarni framlagðar skattahækkunartillögur Samfylkingarinnar líkt og hækkun fjármagnstekjuskatts, þrepaskipt veiðigjald, lokun EHF gatsins, hækkun erfðafjárskatts o.fl. auk tillagna þeirra um ófjármögnuð útgjaldaverkefni sem hlaupa á tugum og að þær séu ekki til þess fallnar að stuðla að frekari lækkun verðbólgu, heldur muni frekar leiða til minni hagvaxtar.
Hlusta má á þáttinn inni á vef Vísis hér.