Aukið frelsi gegn opinberum umsvifum
'}}

Óli Björn Kárason alþingismaður:

„Hlut­verk Sjálf­stæðis­flokks­ins er að auka frelsi en ekki op­in­ber um­svif,“ seg­ir í stjórn­mála­álykt­un flokks­ráðsfund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins sem hald­inn var síðastliðinn laug­ar­dag. Tæp­lega 400 sjálf­stæðis­menn frá land­inu öllu voru með skýr skila­boð: „Flokks­ráð ætl­ast til að kjörn­ir full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins vinni með skipu­leg­um hætti að hag­kvæm­ari nýt­ingu sam­eig­in­legra fjár­muna með aðhaldi, út­vist­un verk­efna, fækk­un stofn­ana og op­in­berra starfs­manna, sparnaði í stjórn­sýslu, sölu op­in­berra fyr­ir­tækja og fjár­fest­ingu í sta­f­rænni stjórn­sýslu og auk­inni notk­un gervi­greind­ar.“

Flokks­ráð und­ir­strikaði mik­il­vægi þess að ráðherr­ar og þing­menn flokks­ins nýti þau tæki­færi sem fel­ast í því að rík­is­stjórn­in sé und­ir verk­stjórn og for­sæti Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. For­gangs­verk­efnið er að stuðla að lægri verðbólgu og lækk­un vaxta: „Það verður aðeins gert með auknu aðhaldi í op­in­ber­um fjár­mál­um, hóf­leg­um kjara­samn­ing­um á vinnu­markaði og jafn­vægi á hús­næðismarkaði. Fátt skipt­ir meira máli fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki á kom­andi miss­er­um.“

Aðeins Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn

Í setn­ing­ar­ræðu flokks­ráðsfund­ar­ins minnti Bjarni Bene­dikts­son á að eng­inn ann­ar flokk­ur en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn legði áherslu á lækk­un skatta. „Skatta­lækk­an­ir okk­ar hafa skilið eft­ir 300 millj­arða hjá heim­il­um og fyr­ir­tækj­um. Yfir 60 skatta­lækk­an­ir á ára­tug.“

Í hvert skipti sem rætt væri um skatta­lækk­an­ir væri það viðkvæði vinstri­flokka að slíkt væri óá­byrgt, verið væri að vannýta skatt­stofna og af­sala sér tekj­um. Hóf­semd í skatt­heimtu er ekki til í orðabók vinstrimanna, eins og sá er þetta skrif­ar hef­ur ít­rekað haldið fram.

Vinstri­flokk­arn­ir eru við sama, gamla þreytta heyg­arðshornið. Fátt breyt­ist, eins og Bjarni Bene­dikts­son benti á: „Sam­fylk­ing­in boðar, að helstu verk­efni stjórn­valda á kom­andi árum fel­ist í að stór­auka út­gjöld­in og til þess þurfi að hækka skatta. Þau kalla það að fjár­magna aðgerðir. Á tylli­dög­um er rætt um vannýtta tekju­stofna. Við skul­um hins veg­ar kalla þetta réttu nafni: skatta­hækk­an­ir. Gamla góða Sam­fylk­ing­in – nýtt and­lit, sama hug­mynda­fræði. Þau boða sér­staka aukn­ingu út­gjalda um 80 millj­arða á ári, var­an­lega.“

En þarf að auka út­gjöld rík­is­ins? Þarf að hækka skatta? Ættu kjós­end­ur ekki miklu frem­ur að velta því fyr­ir sér hvort ríkið hafi ekki næg­ar tekj­ur en þurfi að fara bet­ur með þær? Formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins vill að verk­efn­in verði hugsuð upp á nýtt. Sumu hætt, annað end­ur­skoðað, tækn­in nýtt, af­köst­in auk­in og þjón­ust­an bætt.

Sex sinn­um of oft

Skila­boð Bjarna Bene­dikts­son­ar eru skýr og af­drátt­ar­laus. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn á að standa fast gegn hug­mynd­um um auk­in rík­is­út­gjöld og hærri skatta. Það er „ein­fald­lega sann­gjörn krafa að sam­fé­lagið allt fái betri þjón­ustu fyr­ir þá skatta, sem nú þegar renna til rík­is og sveit­ar­fé­laga“.

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun ávallt leggja áherslu á að at­vinnu­lífið þríf­ist og dafni og skapi,“ sagði Bjarni í ræðunni en bað alla að muna að vinstri­menn hefðu horn í síðu einka­rekstr­ar – „fólks­ins úti í sam­fé­lag­inu sem ekki vinn­ur hjá rík­inu. Fólks­ins sem þó á að fjár­magna öll ósköp­in.“

Mál­flutn­ing­ur for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins er í sam­ræmi við stjórn­mála­álykt­un flokks­ráðsins, þar sem seg­ir: „Ein af frum­skyld­um stjórn­valda er að verja og styrkja sam­keppn­is­hæfni lands­ins og tryggja stöðu ís­lenskra fyr­ir­tækja og launa­fólks, m.a. með hag­stæðu skattaum­hverfi og ein­földu reglu­verki. Aðeins þannig er hægt að auka verðmæta­sköp­un, bæta lífs­kjör og standa und­ir öfl­ugu vel­ferðarsam­fé­lagi.“

Bjarni bætti við: „Sex sinn­um hafa vinstri­stjórn­ir verið við völd á Íslandi, frá stofn­un lýðveld­is­ins, sem er sex sinn­um of mikið. Slík­um stjórn­um fylg­ir að gegnd­ar­laust er gengið á fólk og fyr­ir­tæki, skatt­lagn­ing, ein­ok­un og rík­is­af­skipti draga mátt úr hag­kerf­inu og þannig úr tæki­fær­um fólks til að bjarga sér sjálft.“

Sjálfs­traust og sjálfs­mörk

For­senda póli­tískra land­vinn­inga er póli­tískt og hug­mynda­fræðilegt sjálfs­traust. Stjórn­mála­flokk­ur sem bygg­ir á hug­mynda­fræði og neit­ar að feykj­ast líkt og lauf í vindi í leit að stund­ar­vin­sæld­um get­ur aldrei látið and­stæðinga sína eða hæl­bíta skil­greina stefn­una eða póli­tísk­an ár­ang­ur.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra hélt því fram að allt of lengi „höf­um við látið það eft­ir að leyfa vinstri­mönn­um að skil­greina okk­ur. Hver við erum og fyr­ir hvað við stönd­um. Sum­ir segja að við eig­um að vera meiri Viðreisn. Aðrir segja að við eig­um að vera meiri Miðflokk­ur. Ég segi að við eig­um að vera miklu meiri Sjálf­stæðis­flokk­ur.“

Þótt það sé orðað með öðrum hætti og með fleiri orðum eru skila­boð stjórn­mála­álykt­un­ar flokks­ráðsfund­ar­ins ein­föld og í anda Áslaug­ar Örnu: Við eig­um að vera miklu meiri Sjálf­stæðis­flokk­ur.

En til að svo megi verða er nauðsyn­legt fyr­ir okk­ur sem erum kjörn­ir full­trú­ar og annað for­ystu­fólk um allt land að taka á mál­um, hefja öfl­uga mál­efna­bar­áttu og þora að svara póli­tísk­um and­stæðing­um. Bregðast við hvatn­ingu flokks­ráðs og for­manns um að taka til hend­inni með öðrum hætti en að kepp­ast við að skora sjálfs­mark, eins og Björn Bjarna­son bend­ir á í dag­bókar­færslu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 4. september 2024.