Metþátttaka er á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem nú stendur yfir á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn hófst með setningarræðu Bjarna Benediktssonar uppúr kl. 13 í dag og voru um 370 flokksráðsfulltrúar í salnum þegar fundurinn hófst en aldrei hafa fleiri sótt flokksráðsfund. Þá fylgjast fjölmargir með beinni útsendingu af fundinum.
Á eftir Bjarna ávörpuðu fundinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Vilhjálmur Árnason ritari Sjálfstæðisflokksins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Á fundinum var stjórnmálaályktun samþykkt sem finna máhér.
Til hliðar við fundinn er bein útsending þar sem ýmis málefni eru tekin fyrir, efnhagsmál, framtíð ungs fólks, húsnæðismál, menntamál, orkumál og útlendingamál. Útsendinguna má finna hér fyrir neðan.