Sent verður beint út á xd.is og á facebook-síðu flokksins frá setningarræðu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra á flokksráðsfundi á Hilton Reykjavík Nordica 31. ágúst. Ræðan hefst kl. 13:00.
Jafnframt verður sent beint út frá ræðu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra og frá örræðum Vilhjálms Árnasonar ritara Sjálfstæðisflokksins og ráðherranna Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Að ræðunum loknum verður bein útsending til hliðar við fundinn þar sem ýmis áhugaverð málefni verða tekin fyrir og rædd.
Strax á eftir ræðum forystu flokksins og ráðherra verður umræða um stjórnmálin og viðbrögð við ræðum forystu og ræðaherra.
Þar á eftir verður málstofa um efnahagsmál, þá um framtíð ungs fólks, næst um húsnæðismál, þá um menntamál, svo um orkumál og loks útlendingamál. Í lokin verður svo samantekt fundarins.
Beina útsendingin hefst kl. 12:50 og henni lýkur kl. 18:00.