Það þurfa ekki allir að koma suður
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Ég gekk upp að fal­legu húsi á Völl­um í Svarfaðar­dal þar sem rauður gam­all traktor var við heim­reiðina og fal­leg sum­ar­blóm prýddu stétt­ina sem ekki höfðu látið á sjá eft­ir sól­ar­leysið. Hjón­in Bjarni og Hrafn­hild­ur reka Litlu sveita­búðina í hús­inu sem sel­ur fjölda vara beint frá býli, ber, gæs, bleikju, ís, sult­ur og osta. Allt frá þeim eða nán­asta ná­grenni. Ég smakkaði góm­sætu sult­urn­ar þeirra og ís­inn á meðan við átt­um spjall um hvað bet­ur mætti fara til að styðja við slíka fram­leiðslu og versl­un. Dag­ur­inn var bæði veisla fyr­ir bragðlauk­ana og nýj­ar hug­mynd­ir.

Heim­sókn­in var hluti af dag­skrá minni þegar ég var með skrif­stof­una mína í Dal­vík­ur­byggð á dög­un­um. Þar kynnt­ist ég nýju fólki og fyr­ir­tækj­um. Hélt op­inn viðtals­tíma, átti gott spjall við kenn­ara og heim­sótti rót­gró­in fyr­ir­tæki og ný auk þess sem ég kynnt­ist öfl­ug­ustu há­tækni­vinnslu lands­ins. Ég sá spenn­andi áform og heyrði af áskor­un­um sem bein­ast að okk­ur stjórn­völd­um.

Nú eru liðin tvö og hálft ár síðan ég ákvað að skrif­stofa ráðherra sem og ráðuneyt­is þurfi ekki að vera bund­in í Reykja­vík – það þurfa ekki all­ir að koma suður! Störf eru aug­lýst óháð staðsetn­ingu og ég hef fengið að hafa skrif­stof­una mína á fjöl­breytt­um stöðum um land allt. Ég hef nú þegar farið í yfir tutt­ugu sveit­ar­fé­lög á tveim­ur árum, kynnt mér og sýnt frá vinnu­kjörn­um þar sem ein­stak­ling­ar geta starfað óháð staðsetn­ingu og reynt að ýta und­ir auk­inn sveigj­an­leika rík­is­ins þegar kem­ur að staðsetn­ingu starfa. Í lok árs verð ég búin að vera með skrif­stofu mína í þrjá­tíu sveit­ar­fé­lög­um.

Við höf­um einnig átt sam­tal við all­ar stofn­an­ir ráðuneyt­is­ins um að tryggja þann sveigj­an­leika og aug­lýsa fleiri en færri störf óháð staðsetn­ingu. Rík­is­stjórn­in hef­ur markað þá stefnu að styðja við byggðaþróun og val­frelsi í bú­setu með því að störf hjá rík­inu séu ekki staðbund­in nema eðli starfs­ins krefj­ist þess sér­stak­lega.

Fátt er mik­il­væg­ara fyr­ir stjórn­mála­mann en að heyra beint frá fólki hvað á því brenn­ur og hvar við get­um gert bet­ur. Ég fæ inn­blást­ur frá fólki sem ég hitti – um allt land – en ég verð mest agndofa þegar ég sé hvernig það get­ur sjálf leyst sín mál – og annarra – ef kerfið stend­ur ekki í vegi fyr­ir því. Hver ein­asti staður sem ég hef heim­sótt hef­ur tekið mér ótrú­lega vel og það er dýr­mætt að fá að kynn­ast lífi og störf­um fólks víðs veg­ar um landið okk­ar bet­ur.

Ég er hvergi nærri hætt. Þess­ar heim­sókn­ir hafa reynst ómet­an­leg­ar fyr­ir mig og skapað verðmæt tæki­færi til að eiga sam­tal við íbú­ana sjálfa. Ég held áfram í haust og verð í Hvera­gerði mánu­dag­inn 2. sept­em­ber næst­kom­andi.

Hlakka til að hitta ykk­ur um land allt.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 28. ágúst 2024.