Uppfærður skattheimtusáttmáli?

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Upp­lýst hef­ur verið að áætlaður heild­ar­kostnaður svo­nefnds sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins standi nú í 311 millj­örðum króna. Þegar sátt­mál­inn var und­ir­ritaður árið 2019 var áætlað að heild­ar­kostnaður við verk­efnið yrði um 160 millj­arðar. Þetta er gíf­ur­leg hækk­un og komið er á dag­inn að kostnaðaráætlan­ir sátt­mál­ans hafa flest­ar verið stór­lega van­metn­ar.

Mörg verk­efni sátt­mál­ans eru enn á frum­stigi og því má gera ráð fyr­ir að kostnaður­inn verði enn hærri en nýj­ustu kostnaðaráætlan­ir sýna. Reynsl­an sýn­ir að slík verk­efni hafa til­hneig­ingu til að fara langt fram úr upp­haf­leg­um áætl­un­um á síðari stig­um hönn­un­ar, sem og á fram­kvæmda­tíma. Til dæm­is var áætlað að Sæ­braut­ar­stokk­ur myndi kosta þrjá millj­arða króna en sú kostnaðaráætl­un hef­ur ní­fald­ast og frumdrög hljóða upp á 27 millj­arða.

Inn­an vé­banda sam­göngusátt­mál­ans má vissu­lega finna arðbæra vega­gerð og þarfar stíga­fram­kvæmd­ir sem eiga full­an rétt á sér. Óviðun­andi væri hins veg­ar að velta gíf­ur­leg­um viðbót­ar­kostnaði vegna sam­göngusátt­mál­ans sjálf­krafa yfir á herðar skatt­greiðenda. Þess í stað verður að end­ur­skoða verk­efni sátt­mál­ans og meta hvort þau séu öll nauðsyn­leg. Þá þarf að meta hvort ein­stök­um mark­miðum sátt­mál­ans sé hægt að ná með ein­fald­ari og hag­kvæm­ari hætti en nú er stefnt að.

Mik­il­væg verk­efni taf­in

Við und­ir­rit­un sátt­mál­ans árið 2019 var lagt upp með ákveðin for­gangs­verk­efni, m.a. að sem fyrst yrði ráðist í mark­viss­ar aðgerðir til að bæta um­ferðarljós­a­stýr­ingu, sem og gerð mis­lægra gatna­móta við Reykja­nes­braut og Bú­staðaveg. Vinstri meiri­hlut­inn í Reykja­vík hef­ur hins veg­ar ekki staðið við þessa for­gangs­röðun og nú er út­lit fyr­ir að þessi verk­efni tefj­ist enn frek­ar.

Ljóst er að fram­kvæmda­hluti borg­ar­línu mun ekki kosta und­ir 130 millj­örðum króna og á þá eft­ir að reikna með rekstr­ar­kostnaði, sem mun nema mörg­um millj­örðum ár­lega. Efla þarf al­menn­ings­sam­göng­ur en allt bend­ir til þess að fyr­ir­liggj­andi út­færsla borg­ar­línu séu of flók­in og dýr. Í stað þess að ráðast í gíf­ur­leg­an kostnað við að miðju­setja for­gangsak­rein­ar stræt­is­vagna væri mun hag­kvæm­ara að byggja á því kerfi for­gangsak­reina, sem nú þegar er fyr­ir hendi, og hafa þær áfram hliðar­sett­ar.

Al­menn­ings­sam­göng­ur verði efld­ar strax

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa ít­rekað lagt til að ráðist verði í mark­viss­ar aðgerðir til að bæta al­menn­ings­sam­göng­ur í Reykja­vík. Flest­ar þess­ar aðgerðir kosta aðeins brot af fyr­ir­huguðum kostnaði við borg­ar­línu. Hægt er að ráðast í þess­ar aðgerðir án taf­ar og bæta þjón­ust­una þannig strax með hag­kvæm­um og skil­virk­um hætti, óháð fram­vindu borg­ar­línu, sem óljóst er hvenær verður að veru­leika. Aðgerðirn­ar fel­ast m.a. í taf­ar­lausri lagn­ingu for­gangsak­reina fyr­ir stræt­is­vagna, for­gangi strætó á um­ferðarljós­um, um­bót­um á biðstöðvum og skiptistöðvum, úr­bót­um á greiðslu­kerfi, end­ur­nýj­un vagna­flota og end­ur­bót­um á leiðakerf­inu.

Skatt­greiðend­ur gjalda

Horf­ast verður í augu við þann veru­leika að svo dýrt op­in­bert verk­efni verður ekki fjár­magnað öðru­vísi en með því að senda al­menn­ingi reikn­ing­inn með ein­hverj­um hætti.

Milt­on Friedm­an, nó­bels­verðlauna­hafi í hag­fræði, benti á að til að átta sig á raun­veru­legri skatt­heimtu væri best að líta á út­gjöld hins op­in­bera. Það kæmi alltaf í hlut al­menn­ings að greiða þessi út­gjöld, annaðhvort beint með skött­um eða óbeint í formi verðbólgu eða skulda­söfn­un­ar hins op­in­bera.

Enn er óljóst hvernig mik­il viðbótar­út­gjöld vegna „sam­göngusátt­mál­ans“ verða fjár­mögnuð. Áður en lengra er haldið þarf að upp­lýsa al­menn­ing um það með skýr­um hætti hvernig að þeirri fjár­mögn­un verður staðið.

Hug­mynd­ir hafa verið uppi um að fjár­magna fram­kvæmd­ir við borg­ar­línu með nýrri skatt­lagn­ingu, sér­stök­um veg­gjöld­um á höfuðborg­ar­búa, sem nú þegar greiða ein­hverja hæstu bens­ín- og bíla­skatta í heimi. Ef þannig verður staðið að mál­um hefði sátt­mál­inn stór­aukna skatt­byrði í för með sér fyr­ir borg­ar­búa. Ljóst er að eng­in sátt næðist um slíka skatta­hækk­un.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22. ágúst 2024.