Uppboðsmarkaðurinn opnast
'}}

Óli Björn Kárason alþingismaður:

Alþingi kem­ur sam­an að nýju eft­ir þrjár vik­ur – þriðju­dag­inn 10. sept­em­ber næst­kom­andi. Þing­menn allra flokka mæta til leiks, hver með sín­um hætti, staðráðnir í að styrkja stöðu sína á síðasta þingi fyr­ir kosn­ing­ar. Vinstri-græn­ir hafa þegar slegið tón­inn með álykt­un­um á flokks­ráðsfundi um liðna helgi. Þar kom lítið á óvart. Göm­ul vinstri­heit voru strengd.

Sann­trúaðir vinstri­menn leggja meiri áherslu á að stækka sneið hins op­in­bera af þjóðar­kök­unni en að stækka kök­una með skyn­sam­legri nýt­ingu auðlinda lands­ins. Þeir allra hörðustu eru á móti því að kak­an stækki enda líta þeir svo á að hag­vöxt­ur sé af hinu vonda. Ekki síst þess vegna er ekki ástæða til þess að auka græna orku­fram­leiðslu, ekki aðeins til að tryggja orku­skipti held­ur einnig nýja verðmæta­sköp­un til að standa und­ir betri lífs­kjör­um al­menn­ings. Í huga þeirra er nú­ver­andi orku­fram­leiðsla nægj­an­leg en hún nýtt með vit­laus­um hætti af fyr­ir­tækj­um sem eiga eng­an til­veru­rétt.

Þegar hug­mynda­fræði vinstrimanna er höfð í huga eru álykt­an­ir flokks­ráðsfund­ar VG bet­ur skilj­an­leg­ar og eng­in ástæða er fyr­ir tíma­bundna sam­verka­menn í rík­is­stjórn að hafa sér­stak­ar áhyggj­ur. VG er í harðri sam­keppni við Sam­fylk­ing­una, Pírata og Flokk fólks­ins, auk Sósí­al­ista­flokks­ins sem virðist hafa gert tölu­vert strand­högg í raðir Vinstri-grænna síðustu mánuði.

Fjöl­breyti­leg lof­orð

Á kosn­inga­vetri verður upp­boðsmarkaður stjórn­mál­anna líf­leg­ur. Lof­orðin verða fjöl­breyti­leg og keppn­in milli þeirra sem vilja vera „góðir“ fyr­ir annarra manna fé verður óhjá­kvæmi­lega hörð. Hækka á náms­styrki og tryggja fram­halds­skóla­nem­um frí­ar máltíðir. Ungt fólk á að fá ókeyp­is getnaðar­varn­ir. Byggja á upp op­in­ber hús­næðis­leigu­fé­lög, hækka elli­líf­eyri og byggja upp „hágæða“ al­menn­ings­sam­göng­ur um land allt. Og lof­orðin verða fleiri og stærri eft­ir því sem nær dreg­ur kosn­ing­um.

Minna fer fyr­ir til­lög­um, öðrum en gam­aldags og úr­elt­um, um hvernig skyn­sam­leg­ast sé að fjár­magna öll góðverk­in. Auk­in verðmæta­sköp­un hef­ur og verður aldrei áhuga­mál vinstrimanna (enda þyrfti þá að virkja markaðsöfl­in og auka orku­fram­leiðslu). Þess vegna er svarið alltaf ein­falt: Við stækk­um sneið hins op­in­bera af kök­unni góðu. Skatt­ar verða hækkaðir á fólk og fyr­ir­tæki. Virðing­in fyr­ir sjálfsafla­fé og eign­um ein­stak­linga er tak­mörkuð þegar gengið er út frá því að ríkið sé að „af­sala“ sér tekj­um með því að hækka ekki skatta. Skatta­hækk­un­ar-mantr­an verður há­vær, þótt ein­hverj­ir stjórn­mála­flokk­ar reyni að þegja fram yfir kom­andi kosn­ing­ar.

Í minni­hluta

Þeir þing­menn sem vilja draga úr um­svif­um rík­is­ins, lækka skatta á launa­fólk og fyr­ir­tæki og ýta und­ir fjár­fest­ingu verða í minni­hluta á þingi á kom­andi vetri líkt og mörg und­an­far­in ár. Engu að síður hef­ur Sjálf­stæðis­flokkn­um tek­ist að lækka skatta hressi­lega frá 2013. Al­menn vöru­gjöld hafa verið felld niður, toll­ar aflagðir fyr­ir utan á land­búnaðar­vör­ur, tekju­skatt­ur ein­stak­linga lækkaður, skatt­frelsi sér­eign­ar­sparnaðar sem nýtt­ur er til íbúðakaupa verið tryggt, efsta þrep virðis­auka­skatts lækkað sem og trygg­inga­gjald. Upp­söfnuð nettó skatta­lækk­un ein­stak­linga og fyr­ir­tækja er áætluð yfir 300 millj­arðar króna!

Þrátt fyr­ir lækk­un skatta hafa tekj­ur rík­is­sjóðs auk­ist veru­lega. Þessi staðreynd breyt­ir í engu hug­mynda­fræði vinstri­flokk­anna um hækk­un skatta sam­hliða stór­aukn­um rík­is­út­gjöld­um. Og það er ekki við því að bú­ast að þeir sem sann­færðir eru um að hægt sé að leysa flest vanda­mál með aukn­um út­gjöld­um sýni því skiln­ing að skyn­sam­legt sé fyr­ir sam­fé­lagið allt að lofa ein­stak­ling­um að halda sem mestu eft­ir af sjálfsafla­fé. Að auka ráðstöf­un­ar­tekj­ur launa­fólks með meiri hóf­semd í skatt­heimtu og álagn­ingu op­in­berra gjalda er jafn fjar­læg hugs­un og að nýta kosti og krafta einkafram­taks­ins í op­in­berri þjón­ustu.

Skýr skila­boð

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn einn hef­ur burði til þess að vinna að því að stokka upp rekst­ur rík­is­ins. Fækka stofn­un­um, út­vista verk­efn­um og selja fyr­ir­tæki sem eiga ekki að vera í hönd­um rík­is­ins. Í þessu hef­ur nokk­ur ár­ang­ur náðst síðustu ár en ekki nægj­an­leg­ur.

Mark­miðið er að gera rík­is­rekst­ur­inn hag­kvæm­ari og þjón­ust­una betri. Eitt mesta hags­muna­mál launa­fólks, sem ber uppi rekst­ur rík­is­ins með skött­um og gjöld­um, er að inn­leidd­ir verði ár­ang­urs­mæli­kv­arðar á öll­um mála­sviðum rík­is­út­gjalda. Fjár­veit­inga­valdið – Alþingi – verður að gera skýr­ar og aukn­ar kröf­ur til allr­ar op­in­berr­ar þjón­ustu – ekki síst á sviði mennt­un­ar og heil­brigðisþjón­ustu.

Það er nauðsyn­legt fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn að marka skýra lang­tíma­stefnu í rík­is­fjár­mál­um þar sem stærsti hluti hag­vaxt­ar­auka kom­andi ára verði eft­ir í launaum­slagi launa­fólks. Þannig er hægt að koma í veg fyr­ir að launa­hækk­an­ir séu étn­ar upp með hækk­un skatta og gjalda, líkt og vinstri­menn dreym­ir um.

Reynsl­an hef­ur sýnt að ekki er hægt að treysta á stuðning lýðhyggju-, for­ingja- og eins­máls­flokka við að tryggja fram­gang hug­mynda um upp­stokk­un í rík­is­rekstri, hóf­semd í skatt­heimtu, aukna orku­öfl­un og meiri verðmæta­sköp­un með því að byggja und­ir fram­taks­fólkið um allt land. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn verður að treysta á stuðning kjós­enda. Grunn­inn að þeim stuðningi þarf að leggja á kom­andi vik­um og mánuðum.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 21. ágúst 2024.