Þjónustan fór og börnin líka
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Það eru ákveðnir lyk­ilþætt­ir í þjón­ustu hins op­in­bera sem hafa mik­il áhrif á vellíðan og lífs­gæði fjöl­skyldna. Þar á meðal er biðin eft­ir leik­skóla­plássi, sem er mun lengri í Reykja­vík en ann­ars staðar. Í höfuðborg­inni varð sú stefna ofan á að leggja áherslu á niður­greiðslu á kostnað þjón­ustu­stigs leik­skól­anna. Sú stefna hef­ur litlu skilað nema vand­ræðum.

Þrátt fyr­ir að íbú­um Reykja­vík­ur hafi fjölgað um 16% frá 2014 hef­ur börn­um á leik­skóla­aldri fækkað um 9%. Vinstri meiri­hlut­inn hef­ur með því að fækka pláss­um um 940 á ein­um ára­tug hrakið frá sér fjölda barna­fjöl­skyldna.

Þessi van­ræksla gagn­vart barna­fjöl­skyld­um hef­ur orðið til þess að Reykja­vík hef­ur velt vand­an­um yfir á ná­granna­sveit­ar­fé­lög­in, þar sem reynt er að hugsa í lausn­um. Þar hafa leik­skóla­gjöld tekið hóg­vær­um hækk­un­um en fv. borg­ar­stjóri sá sér­stakt til­efni til þess að gagn­rýna þær breyt­ing­ar ná­granna sinna og benda á að Reykja­vík­ur­borg yrði áfram það sveit­ar­fé­lag sem yrði hag­stæðast að búa í fyr­ir fjöl­skyldu­fólk. Það mætti kannski benda fv. borg­ar­stjóra á að á 10 mánuðum verður fjöl­skylda á meðallaun­um fyr­ir 6,6 millj­óna króna tekjutapi. Það tek­ur ansi mörg ár að vinna það tjón til baka vegna langra biðlista í borg­inni. Það er ekki hag­stætt að vera með börn í borg­inni.

Sam­an­b­urður­inn hef­ur verið borg­inni erfiður. Þegar mæl­ing á ánægju íbúa borg­ar­inn­ar var í frjálsu falli síðasta ára­tug var lausn­in að hætta ein­fald­lega að mæla hana. Árið 2018 mæld­ist Reykja­vík­ur­borg lang­neðst í þjón­ustu­könn­un Gallup í sam­an­b­urði við önn­ur sveit­ar­fé­lög þegar kom að þjón­ustu leik- og grunn­skóla, en einnig í þjón­ustu við eldri borg­ara, þjón­ustu við fatlaða og heild­ar­ánægju íbúa.

Það sama er nú að ger­ast í mál­efn­um grunn­skóla. Eng­inn sam­an­b­urður og eng­ar upp­lýs­ing­ar um ólík­an ár­ang­ur skóla og sveit­ar­fé­laga. Jöfn tæki­færi nem­enda til náms, val­frelsi og heil­brigð sam­keppni á milli skóla er sann­girn­is­mál. Og ef fólk hef­ur ekki upp­lýs­ing­ar um stöðuna er minni umræða, óskýr­ari for­gangs­röðun og eng­in sam­keppni.

Við verðum að stuðla að jöfn­um tæki­fær­um til náms og tryggja að fjár­mun­ir sam­fé­lags­ins séu nýtt­ir á þann hátt að þeir bæti raun­veru­lega mennt­un og hag barna okk­ar til framtíðar.

Við skuld­um fjöl­skyldu­fólki að bilið milli fæðing­ar­or­lofs og leik­skóla sé brúað og að fjár­mun­um sé for­gangsraðað. Við eig­um að styðja við þá sem þurfa á stuðningi að halda í stað þess að nýta skatt­fé til að styðja há­tekju­fólk. Það er auðvelt að segj­ast standa með fjöl­skyld­um þegar kem­ur að fjár­mun­um annarra en raun­in er sú að þegar fjár­mun­um er ekki for­gangsraðað sitja for­eldr­ar upp með miklu stærri reikn­ing vegna getu­leys­is borg­ar­inn­ar að leysa leik­skóla­mál­in. Hér krist­all­ast senni­lega mun­ur­inn á vinstri og hægri.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst 2024.