Svo bregðast krosstré
'}}

Birgir Þórarinsson alþingismaður:

Nú er sótt að kirkju­görðum lands­ins, helg­um kristn­um gra­freit­um þjóðar­inn­ar í þúsund ár. Kross­inn skal víkja úr merki Kirkju­g­arða Reykja­vík­ur seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn í und­ar­legu viðtali í sjón­varps­frétt­um RÚV. Í staðinn skal setja lauf­blað, sem minn­ir þá helst á garðyrkju­stöð.

Kross­inn fjar­lægður

Hver bað um þenn­an gjörn­ing? Ekki hef­ur verið uppi al­menn­ur vilji eða krafa borg­ar­búa um að fjar­lægja skyldi kross­inn, eng­inn var und­ir­skriftalist­inn og eng­in voru mót­mæl­in. Ég veit satt best að segja ekki um neinn sem hef­ur verið að velta þessu fyr­ir sér eða misst svefn yfir kross­in­um í merk­inu. Verst þykir mér þó að okk­ar ný­kjörni bisk­up skuli leggja bless­un sína yfir málið.

Und­an­láts­semi kirkj­unn­ar

Ef kirkj­an ætl­ar að viðhalda sinni und­an­láts­semi og elt­ast við svo­kallaðan tíðaranda þá má benda á að það get­ur varla tal­ist tíðarandi þegar eng­inn er að velta fyr­ir sér merki Kirkju­g­arða Reykja­vík­ur. Kannski full­trúi Siðmennt­ar í stjórn kirkju­g­arðanna hafi beitt sér fyr­ir að kross­inn skyldi fjar­lægður. All­ir vita hvar Siðmennt stend­ur gagn­vart kirkj­unni og krist­inni trú. Eft­ir stutta rann­sókn­ar­vinnu komst ég að því að á aðal­fundi Kirkju­g­arða Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæma í maí sl. var ákveðið að kross­inn skyldi víkja. Ekk­ert stór­mál í aug­um fund­ar­manna enda málið hespað af í lok fund­ar und­ir liðnum „önn­ur mál“. Í fund­ar­gerð seg­ir: „Kirkju­g­arðarn­ir eru að þró­ast úr því að vera al­gjör­lega form­fast­ir út í að vera multicultural og multif­uncti­onal garðar.“ Stjórn­in er orðinn svo fjöl­menn­ing­ar­lega sinnuð að hún get­ur ekki einu sinni tjáð sig á ís­lensku.

Stjórn Kirkju­g­arða Reykja­vík­ur á villi­göt­um

Í fund­ar­gerðinni seg­ir síðan „að merkið hafi verið sýnt í nokkr­um út­færsl­um og að merk­ingu í kirkju­görðunum sé ábóta­vant“. Stjórn­ina hafi langað að upp­færa þær svo „fólk sé boðið vel­komið í garðana“. Ekki veit ég til þess að al­menn­ing­ur hafi ekki verið vel­kom­inn í kirkju­g­arðana, ef svo væri þá er það saga til næsta bæj­ar. Þetta er hug­ar­burður stjórn­ar. Kannski stjórn­inni hafi þótt kross­inn í merk­inu frá­hrind­andi. Lít­ur stjórn­in ef til vill svo á að hann sé orðinn tákn um það að fólk sé yf­ir­höfuð ekki vel­komið? Varla er hægt að skilja þetta á ann­an veg þótt fjar­stæðukennt sé.

Þá má geta þess að það er ekk­ert óeðli­legt við það að á stærri stöðum sé pláss inn­an marka gra­freits fyr­ir aðra en kristna, það er eðli­legt og þannig er það og hef­ur verið al­veg stór­meina­laust hingað til. Það er hins veg­ar mik­ill minni­hluti gra­freita og rétt­læt­ir ekki að fjar­læga þurfi kross­inn úr merk­inu. Eig­um við kannski von á því að kross­in­um verði skipt út á kirkj­um lands­ins fyr­ir lauf­blað, svo þeir sem ekki eru kristn­ir geti einnig átt þar at­hvarf?

Í Gufu­nes­kirkju­g­arði, sem hef­ur verið und­ir hinu gamla kross­merki Kirkju­g­arða Reykja­vík­ur, er sér­stak­ur gra­freit­ur fyr­ir múslima, þá sem eru bahá'í-trú­ar og ása­trú­ar, auk þess sem þar er óvígður gra­freit­ur. Allt í sátt og sam­lyndi. Ekki er annað vitað en að grafar­ró ríki í Gufu­nes­kirkju­g­arði.

Í lok­in má svo minna fram­kvæmda­stjór­ann og stjórn Kirkju­g­arða Reykja­vík­ur á að við erum krist­in þjóð og kross­inn er tákn kristn­inn­ar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst 2024.