Ríkisstyrkt pólitískt sundurlyndi
'}}

Óli Björn Kárason alþingismaður:

Stjórn­mála­flokk­ar koma og fara. Sum­ir deyja drottni sín­um eft­ir mis­heppnaðar til­raun­ir til að ná mönn­um inn á þing. Aðrir hafa ekki haft út­hald nema í eitt, tvö eða þrjú kjör­tíma­bil. Fæst­ir hafa markað djúp spor í stjórn­mála­sög­una.

Fjór­ir flokk­ar náðu kjöri til Alþing­is í kosn­ing­um 1963. Aðeins tveir þeirra eru enn starf­andi; Sjálf­stæðis­flokk­ur og Fram­sókn­ar­flokk­ur. Alþýðuflokk­ur og Alþýðubanda­lagið buðu fram í síðasta skipti 1995. Eft­ir um­brot á vinstri væng stjórn­mál­anna náðu Sam­fylk­ing og Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð ár­angri í kosn­ing­un­um 1999.

Eft­ir kosn­ing­ar 2021 eru átta stjórn­mála­flokk­ar með full­trúa á þing­inu. Fjór­ir komu fram á sjón­ar­sviðið 2013 eða síðar en það ár fengu Pírat­ar kjörna þing­menn. Í kosn­ing­un­um 2016 bauð Viðreisn fram í fyrsta skipti. Flokk­ur fólks­ins og Miðflokk­ur­inn voru fyrst með fram­boð í kosn­ing­un­um 2017. Hvort þess­ir fjór­ir stjórn­mála­flokk­ar verða lang­líf­ir á sag­an eft­ir að leiða í ljós. Þá sögu skrifa kjós­end­ur.

Borg­ara­flokk­ur­inn, Borg­ara­hreyf­ing­in, Björt framtíð, Frjáls­lyndi flokk­ur­inn, Þjóðvaki, Sam­tök um kvenna­lista, Banda­lag jafnaðarmanna og Sam­tök frjáls­lyndra og vinstri manna eru dæmi um stjórn­mála­flokka sem náðu mönn­um inn á þing. Fæst­ir lifðu mörg kjör­tíma­bil, sum­ir aðeins eitt. Og svo eru þau sam­tök sem buðu fram en náðu ekki að heilla kjós­end­ur; Verka­manna­flokk­ur Íslands, Heima­stjórn­ar­sam­tök­in, Þjóðarflokk­ur­inn, Flokk­ur manns­ins, Fylk­ing­in, Lýðræðis­hreyf­ing­in, Íslands­hreyf­ing­in, Hægri græn­ir, Dög­un, Alþýðufylk­ing­in, Flokk­ur heim­il­anna, Regn­bog­inn, Frjáls­lyndi lýðræðis­flokk­ur­inn, að ógleymd­um Sósí­al­ista­flokki Íslands sem náði ekki kjörn­um þing­manni 2021 en boðar fram­boð við kom­andi kosn­ing­ar. Sósí­al­ist­ar fengu einn borg­ar­full­trúa kjör­inn árið 2018 og bættu við sig ein­um í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um 2022. Flokk­ar sem höfðu ekki er­indi eru fleiri frá 1963.

Á fram­færi hins op­in­bera

Frá kosn­ing­un­um 2016 hef­ur ekki verið hægt að mynda meiri­hluta­stjórn tveggja flokka á Alþingi. Og án þátt­töku Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur verið úti­lokað að tryggja rík­is­stjórn meiri­hluta nema með þátt­töku fjög­urra eða fleiri flokka.

Fræðimenn grein­ir á um ástæður þess að flokk­um á þingi hef­ur fjölgað og þeir eru lík­lega ekki sam­mála um hvort þró­un­in sé af hinu góða eða ávís­un á póli­tísk­an óstöðug­leika. Auðvitað skipta per­són­ur og leik­end­ur máli. Upp­gang­ur sam­fé­lags­miðla spil­ar án nokk­urs efa stórt hlut­verk. Pól­un sam­fé­lags­ins hef­ur auk­ist og rík­is­rek­in fjöl­miðlun hef­ur ýtt und­ir hana. En fleira kem­ur til. Kjör­dæma­skip­an með mis­vægi at­kvæða og fáum kjör­dæm­um auðveld­ar fleiri flokk­um en ella að ná kjöri. Fá og fjöl­menn kjör­dæmi auðvelda flokk­um að ná kjöri. En kannski skipt­ir mestu að ís­lensk­ir stjórn­mála­flokk­ar eru að stór­um hluta á fram­færi hins op­in­bera, jafn­vel þeir sem ná eng­um ár­angri í kosn­ing­um. Á verðlagi í júlí síðastliðnum hef­ur rík­is­sjóður styrkt stjórn­mála­flokk­ana um 7,5 millj­arða króna frá ár­inu 2013.

Alþingi samþykkti árið 2006 lög um fjár­mál stjórn­mála­sam­taka og fram­bjóðenda. Með lög­un­um voru stjórn­mála­flokk­ar í raun sett­ir á jötu rík­is­ins, þótt þeir hafi fram að þeim tíma fengið tölu­verðan stuðning frá rík­inu. Lög­in tak­marka mjög mögu­leika stjórn­mála­flokk­anna til að afla sér fjár til starf­sem­inn­ar frá ein­stak­ling­um og lögaðilum. Flokk­arn­ir geta illa staðið fjár­hags­lega á eig­in fót­um.

Sam­kvæmt lög­un­um skal ár­lega „út­hluta fé úr rík­is­sjóði til starf­semi stjórn­mála­sam­taka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjör­inn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5% at­kvæða í næstliðnum alþing­is­kosn­ing­um sam­kvæmt ákvörðun á fjár­lög­um hverju sinni“. Hver stjórn­mála­flokk­ur fær greitt í hlut­falli við at­kvæðamagn. Því meira fylgi því hærri er rík­is­styrk­ur­inn. Þá geta stjórn­mála­sam­tök sem bjóða fram í öll­um kjör­dæm­um sótt um sér­stak­an styrk úr rík­is­sjóði. Þessu til viðbót­ar er veitt fé til starf­semi þing­flokka á Alþingi. Greidd er jöfn fjár­hæð fyr­ir hvern þing­mann. Flokk­ar í stjórn­ar­and­stöðu fá sér­staka greiðslu.

Lög­in setja stjórn­mála­flokk­um mikl­ar skorður. Komið er í veg fyr­ir að flokk­ar afli sér fjár­hags­stuðnings með sama hætti og áður, en þeim er tryggður aðgang­ur að sam­eig­in­leg­um sjóði lands­manna – rík­iskass­an­um og sveit­ar­sjóðum. Hér skal því haldið fram að með rík­i­s­væðing­unni hafi stjórn­mála­flokk­arn­ir orðið óháðari eig­in flokks­mönn­um. Þannig verða áhrif al­mennra flokks­manna minni en ella.

Gegn skoðana­frelsi

Ég hef áður bent á að lög­in gangi gegn hug­mynd­um um skoðana­frelsi. Kjós­andi sem berst gegn Sjálf­stæðis­flokkn­um er skyldaður til að greiða til flokks­ins og fjár­magna starf­semi hans. Kjós­andi Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem tel­ur hug­mynda­fræði rót­tæk­linga hættu­lega, er neydd­ur til að styrkja starf­semi þeirra. Það er eitt­hvað öf­ug­snúið og rangt við að neyða ein­stak­ling til að styrkja fé­lags­skap sem berst gegn því sem hann trú­ir á.

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir hef­ur, ásamt nokkr­um öðrum þing­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins, lagt fram frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um fjár­mál stjórn­mála­sam­taka, þar sem dregið er úr rík­is­stuðningi og svig­rúm flokk­anna til að afla sér fjár er aukið. Frum­varpið hef­ur ekki náð fram að ganga en í grein­ar­gerð er því haldið fram að með lög­un­um hafi „flokk­arn­ir í raun verið gerðir að rík­is­stofn­un­um“. Minnt er á að for­senda þess að stjórn­mála­flokk­ar séu „horn­steinn lýðræðis í land­inu“ sé að þar fari fram virk starf­semi og þjóðmá­laum­ræða, en „rík­is­kost­un­in hef­ur dregið úr hvata flokk­anna til að sinna því hlut­verki“. Þetta sé öfugþróun enda stjórn­mála­flokk­ar skipu­lögð lýðræðis­leg sam­tök fólks: „Í fram­kvæmd hef­ur fjár­styrk­ur hins op­in­bera því hamlað starf­semi og sjálf­stæði stjórn­mála­flokka, sem geng­ur þvert á upp­haf­legt mark­mið með setn­ingu lag­anna. Þá hef­ur fjár­aust­ur hins op­in­bera til stjórn­mála­flokka síst dregið úr um­fangs­mik­illi kosn­inga­bar­áttu, eins og von­ast var til með setn­ingu lag­anna, og er mikl­um fjár­mun­um skatt­greiðenda varið í aug­lýs­inga­her­ferðir stjórn­mála­flokka.“

Þegar rík­is­stjórn Vinstri-grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks­ins var mynduð árið 2017 var það ekki síst gert und­ir þeim for­merkj­um að koma á póli­tísk­um stöðug­leika. Þess vegna væri nauðsyn­legt að póli­tísk­ir and­stæðing­ar tækju hönd­um sam­an þvert yfir lit­róf stjórn­mál­anna. Á síðasta þing­vetri fyr­ir kosn­ing­ar er skyn­sam­legt að flokk­arn­ir þrír hnýti enda­hnút­inn með því að tryggja fram­gang laga­breyt­inga um fjár­mál stjórn­mála­sam­taka. Ann­ars held­ur póli­tískt sund­ur­lyndi áfram að fá súr­efni sem greitt er úr vasa skatt­greiðenda.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 14. ágúst 2024.