Stórauka verður lóðaframboð í Reykjavík

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Viðvar­andi lóðaskort­ur vinstri flokk­anna í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur hef­ur marga ókosti í för með sér. Lóðaskort­ur­inn hef­ur leitt af sér mjög hátt hús­næðis­verð, sem ger­ir mörg­um erfitt um vik að eign­ast íbúð eða kem­ur jafn­vel í veg fyr­ir það. Margt ungt fólk býr leng­ur í for­eldra­hús­um en það kær­ir sig um þar sem það hef­ur ekki efni á að kaupa eig­in íbúð. Marg­ir búa í leigu­íbúð nauðugir vilj­ug­ir þótt þeir hafi varla efni á því og vildu helst búa í eig­in íbúð.

Hækk­an­ir á hús­næðis­verði vega þungt í verðbólgu­mæl­ing­um og ljóst er að þær eru einn helsti drif­kraft­ur hárr­ar verðbólgu sem geisað hef­ur und­an­far­in ár. Síðast en ekki síst leiðir hækk­andi hús­næðis­verð af sér aukn­ar álög­ur á al­menn­ing með hækk­un fast­eigna­skatta og fast­eigna­gjalda.

Vax­andi vandi

Vand­inn á hús­næðismarkaði virðist síður en svo fara minnk­andi sam­kvæmt ný­legri skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar. Full­bún­um íbúðum hef­ur fjölgað hæg­ar á síðustu tólf mánuðum en á jafn löngu tíma­bili í fe­brú­ar sl. 15% sam­drátt­ur hef­ur orðið á fjölda nýrra full­bú­inna íbúða á höfuðborg­ar­svæðinu á sama tíma og þeim fjölgaði um 7% á lands­byggðinni, miðað við stöðuna í fe­brú­ar.

Ójafn­vægi á hús­næðismarkaði

Skort­ur á lóðum hef­ur dregið úr upp­bygg­ingu íbúða und­an­farna tólf mánuði að því er fram kem­ur í könn­un, sem gerð var í júní sl. meðal stjórn­enda verk­taka­fyr­ir­tækja fyr­ir Sam­tök iðnaðar­ins. Lóðaskort­ur er ein helsta ástæða þess að ekki hef­ur tek­ist að mæta þörf­um al­menn­ings og áform­um stjórn­valda í hús­næðismál­um.

Áður­nefnd­ir stjórn­end­ur segja einnig að mik­il hækk­un á lóðaverði hafi haft mjög nei­kvæð áhrif á upp­bygg­ingu íbúða. Lóðakaup vega þungt í heild­ar­kostnaði hús­næðis­upp­bygg­ing­ar þar sem lóðaverð er hátt og greiða þarf fyr­ir lóðirn­ar löngu áður en hægt er að hefjast handa við upp­bygg­ingu.

Aðeins 61% kostnaðar við íbúðar­upp­bygg­ingu er fram­kvæmda­kostnaður (efni og vinna) sam­kvæmt áður­nefndri könn­un. Lóðaverð er 18% og fjár­magns­kostnaður 11%.

Eign fyr­ir alla

Þegar Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafði hrein­an meiri­hluta í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur 1982-1994 var mörg þúsund bygg­ing­ar­lóðum út­hlutað milliliðalaust til ein­stak­linga og sam­taka þeirra. Á þess­um tíma var al­gengt að lóðaverðið (gatna­gerðar­gjald) næmi um 4% af bygg­ing­ar­kostnaði. Stefna Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var sú að gera sem flest­um kleift að eign­ast eigið hús­næði. Borg­in lagði sitt af mörk­um með því að selja lóðir á svo­kölluðu kostnaðar­verði. Þessi stefna reynd­ist vel og þá var alsiða að fólk fjár­festi í sinni fyrstu íbúð í um tví­tugt, jafn­vel á meðan það var enn í fram­halds­skóla eða há­skóla.

Vinstri lausn­ir virka ekki

Nú er öld­in önn­ur. Gíf­ur­leg­ar hækk­an­ir á hús­næðis­verði í borg­inni und­an­farna ára­tugi má rekja til hús­næðis­stefnu vinstri flokk­anna und­ir for­ystu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem fylgt hef­ur verið frá alda­mót­um. Stór­felld­ar hækk­an­ir á hús­næðis­verði hafa verið knún­ar fram með ýms­um ráðum: með lóðaskort­stefnu, lóðaupp­boði, auknu flækj­u­stigi í stjórn­sýslu, hækk­un gjalda og álagn­ingu nýrra, t.d. hárra innviðagjalda.

Hús­næðis­skort­ur er viðvar­andi þar sem íbúðaupp­bygg­ing í borg­inni hef­ur að mestu tak­mark­ast við dýr og þröng þétt­ing­ar­svæði á und­an­förn­um árum. Íbúðir á þess­um svæðum eru dýr­ar og varla á færi fólks með meðal­tekj­ur, hvað þá efna­lít­ils fólks.

Lausn hús­næðis­vand­ans

Besta leiðin til að leysa hús­næðis­vand­ann er að stór­auka lóðafram­boð í Reykja­vík. Úthluta þarf lóðum víðar en á þétt­ing­ar­reit­um þar sem upp­bygg­ing er sein­leg og kostnaðar­söm. Hægt væri að út­hluta þúsund­um lóða í Úlfarsár­dal, Keldna­landi og á Kjal­ar­nesi með skömm­um fyr­ir­vara. Einnig þarf að hefja und­ir­bún­ing að íbúðabyggð í Geld­inga­nesi vegna mik­ill­ar upp­safnaðrar bygg­ing­arþarfar. Unnt væri að hafa lóðirn­ar á þess­um stöðum ódýr­ar og tryggja þannig veru­lega lækk­un á íbúðaverði til al­menn­ings.

Til­lög­ur borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins um stór­aukið lóðafram­boð hafa hlotið litl­ar und­ir­tekt­ir hjá full­trú­um vinstri meiri­hlut­ans í borg­ar­stjórn. Til­laga um að hefja skipu­lagn­ingu íbúðasvæðis í Geld­inga­nesi var felld. Til­lögu um nýtt íbúðar­hverfi í Úlfarsár­dal var vísað til frek­ari vinnslu í borg­ar­kerf­inu í mars sl., en um leið tók Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri skýrt fram að málið yrði ekki í for­gangi.

Hús­næðis­vand­inn í borg­inni verður aðeins leyst­ur með stór­auknu lóðafram­boði og lækk­un á íbúðaverði til al­menn­ings.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 10. ágúst 2024.