Stolt, frelsi og umburðarlyndi
'}}

Friðjón R. Friðjóns­son borgarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Um kom­andi helgi lýk­ur Hinseg­in dög­um í Reykja­vík með gleðigöng­unni. Nú sem fyrr er mik­il­vægt að minna á rétt fólks til að elska og vera þeir sem þeir eru og kjósa að vera. Það er líka mik­il­vægt að minna á að heim­ur­inn er ekki að far­ast þótt hann breyt­ist. Vegna þess að heim­ur­inn er alltaf að breyt­ast, alla daga, all­ar stund­ir. Ég skil að fólki finnst erfitt að þurfa alltaf að vera að læra eitt­hvað nýtt. Það Ísland sem ég fædd­ist inn í fyr­ir rúmri hálfri öld var ein­fald­ara, eins­leit­ara og ábyggi­lega auðveld­ara fyr­ir marga. Homm­ar og lesb­í­ur var eitt­hvað sem hvíslað var um eða notað sem skamm­ar­yrði. Fólk af öðru litar­hafti en ná­fölu hlaut að vera er­lent. Sem bet­ur fer er Ísland fjöl­breytt­ara, opn­ara og umb­urðarlynd­ara en það var þá.

Fyr­ir tæp­um tveim­ur árum ályktaði Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn á lands­fundi, að Ísland sé, og eigi ávallt að vera, í far­ar­broddi þegar kem­ur að rétt­ind­um hinseg­in fólks. Eins ályktuðum við að fólki eigi að vera frjálst að skil­greina kyn sitt að vild. Þannig ít­rekaði lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins stuðning við frelsi ein­stak­linga til að vera þeir sem þeir eru og vilja vera. Það er fátt eins mik­il­vægt og að fólk fái að vera það sjálft og það kem­ur eng­um öðrum við hvernig það er.

Ósann­girni og býsn­an­ir

Und­an­farið hafa marg­ir býsn­ast á því að stór­gerð og karl­mann­leg kona frá Als­ír keppi í hne­fa­leik­um kvenna á Ólymp­íu­leik­un­um í Par­ís. Eins og það sé ótrú­legt og jafn­vel ósann­gjarnt að krafta­leg kona nái ár­angri í hne­fa­leik­um. Ég var ekki gam­all þegar ég áttaði mig á því að há­stökk eða lang­stökk myndi ekki liggja fyr­ir mér í framtíðinni. Há­fætt­ari skóla­systkin mín voru lík­legri til að ná hærra og lengra. En mér hef­ur aldrei þótt það sér­stak­lega ósann­gjarnt. Þannig vinn­ur krafta­legt fólk keppni í kröft­um, há­fætt fólk er bet­ur til þess fallið að keppa í stökk­um og fal­legt fólk kepp­ir frek­ar en ég í feg­urð. Ég bíð spennt­ur eft­ir upp­hróp­un­um úr sömu átt og býsn­ast yfir Ima­ne Khelif, yfir ósann­girn­inni yfir því að há­vaxn­ir nái ár­angri í körfu­bolta.

Það skipt­ir ekki máli

Ima­ne Khelif er kona sam­kvæmt öll­um skil­grein­ing­um okk­ar og henn­ar sjálfr­ar. Hún hef­ur ekki smyglað sér í keppn­ina með því að segj­ast vera kona. Hún er fædd, upp­al­in og lif­ir sem kona, hún hef­ur ein­göngu keppt í kvenna­flokki, unnið þar sigra en líka upp­lifað ósigra. Þótt hún falli ekki að stöðlum ein­hverra yfir kven­leika þá skipt­ir það engu máli. Hvað okk­ur öll­um finnst skipt­ir ekki máli og þótt Khelif væri á óræðu bili yfir hvað telj­ist karl og hvað telj­ist kona, þá skipta upp­hróp­an­ir okk­ar engu máli. Nema þær senda skila­boð til stúlkna sem passa ekki inn í staðal­mynd­ina um kven­leika að þær þurfi að passa sig. Þær megi ekki hafa metnað til að nýta það sem fær­ir þeim mögu­legt for­skot. Þær eiga að reyna að troða sér í gler­skó­inn sama hvað. Það er glatað að senda svo­leiðis skila­boð.

Hlut­falls­leg­ir yf­ir­burðir

Við erum öll ólík hvert á sinn hátt. Við erum ekki jöfn eða eins. Við eig­um að fagna fjöl­breyti­leik­an­um og hjálpa fólki að nýta sér það sem ger­ir það ein­stakt. Hlut­falls­leg­ir yf­ir­burðir er lyk­ilþátt­ur í að gera Ísland að einu rík­asta landi í heimi. Hlut­falls­leg­ir yf­ir­burðir ein­stak­linga hjálpa þeim að skara fram úr þar sem þeir reyna fyr­ir sér. Þess vegna er dæmið um Ima­ne Khelif mik­il­væg­ur lær­dóm­ur um hvernig það er mik­il­vægt að gefa fólki tæki­færi til að skara fram úr frek­ar en að draga það niður í dróma meðal­mennsk­unn­ar.

Það er sjálf­stæðis­stefn­an í hnot­skurn.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 9. ágúst 2024.