Samgöngumál í algerum ólestri
'}}

Jón Gunnarsson alþingismaður:

Það er ekki of­sög­um sagt að innviðir sam­gangna séu í mikl­um ólestri. Ell­efu bana­slys það sem af er þessu ári segja sína sögu. Taf­ir á mik­il­væg­um fram­kvæmd­um eru óá­sætt­an­leg­ar og ör­yggi okk­ar allra er ógnað.

Það er á ábyrgð rík­is­stjórn­ar og Alþing­is að bregðast við þessu ástandi og verk­efnið þolir enga bið. Ein­hver arðsam­asta fjár­fest­ing sam­fé­lags­ins er fjár­fest­ing í sam­göngu­innviðum. Tíma- og orku­sparnaður er aug­ljós ávinn­ing­ur fyr­ir alla í um­ferðinni. Kostnaður sam­fé­lags­ins vegna hárr­ar slysatíðni er óá­sætt­an­leg­ur. Því verður ekki mætt nema með skil­virk­ara og betra vega­kerfi. Upp­bygg­ing sam­göngu­kerf­is­ins um allt land verður að vera í for­gangi á næstu árum, ef ekki þá blas­ir við al­gjört öngþveiti.

En hvað er til ráða þegar svig­rúm rík­is­sjóðs er ekki mikið til stór­átaka? Útgjöld rík­is­ins hafa vaxið veru­lega á und­an­förn­um árum og þar mun­ar mest um gríðarlega aukn­ingu til fé­lags­lega kerf­is­ins og heil­brigðismála. Sann­ar­lega var þörf­in til staðar og nú er verk­efnið þar að ná fram meiri fram­legð og hagræðingu þannig að þessi mikla aukn­ing út­gjalda nýt­ist sem best. Lög­gæsl­an hef­ur einnig fengið góða viðbót, en bet­ur má ef duga skal.

Hugsa verður kerfið upp á nýtt

Árið 2017 var ég í sam­gönguráðuneyt­inu og rýndi þessi mál vel. Þá þegar lá í aug­um uppi að það stefndi í al­gjört óefni í sam­göngu­mál­um þrátt fyr­ir að fjár­magn yrði aukið til mála­flokks­ins. Þá eins og nú er aug­ljóst að hugsa verði kerfið upp á nýtt. Hug­mynd­ir sem ég setti fram voru um­deild­ar en svo hafa árin liðið og í dag finn ég fyr­ir miklu meiri skiln­ingi á mik­il­vægi verk­efn­is­ins en áður.

Lausn­irn­ar eru að mínu mati ekki flókn­ar og eiga sér for­dæmi í fjöl­mörg­um lönd­um.

Ég tel rétt að stofna op­in­bert fyr­ir­tæki sem taki yfir upp­bygg­ingu og mögu­lega rekst­ur á stofn­leiðakerf­inu, auk allra jarðganga og val­inna veg­arkafla víða um land. Með sam­bæri­leg­um hætti og Landsnet sér um meg­in­flutn­ings­kerfi raf­orku.

Ferðamenn myndu greiða 35-40%

Á þess­um veg­ar­köfl­um þarf að koma upp nú­tíma­gjald­töku­kerfi af um­ferð þar sem þeir sem reglu­lega fara um gjald­töku­hlið myndu greiða hóf­legt gjald. Ein­skipt­is­not­end­ur myndu greiða hærra gjald, en þar verður eðli­lega um ferðamenn að ræða. Þegar þetta var reiknað út 2017 af starfs­hópi sem ég skipaði vegna þessa var gengið út frá um 150 kr. grunn­gjaldi. Til viðmiðunar má rifja upp að ódýr­asta gjald í Hval­fjarðargöng þegar inn­heimtu lauk þar 2018 var 238 kr. Á þeim tíma greiddu ein­skipt­is­greiðend­ur um 37% af heild­ar­gjöld­um sem má heim­færa á það að ferðamenn myndu greiða 35-40% af upp­bygg­ingu vega­kerf­is sem sætti gjald­töku.

Rétt er að halda því til haga að hug­mynd­ir fyrr­ver­andi innviðaráðherra um „sam­vinnu­verk­efni“, þ.e. sam­fjár­mögn­un einkaaðila og rík­is­ins á sam­göngu­fram­kvæmd­um hafa reynst erfiðar í fram­kvæmd, eins og reynsl­an af fjár­mögn­un fram­kvæmda við Horna­fjarðarfljót og Öxi, þar sem þessa leið átti að fara, hafa sýnt. Sú leið verður alltaf óhag­kvæm­ari þar sem ein­staka verk­efni eru und­ir. Með heild­ar­nálg­un á verk­efnið er ljóst að nokkr­ar leiðir verða mjólk­ur­kýr verk­efn­is­ins sem mun gefa miklu meiri mögu­leika á heild­stæðri nálg­un í stór­verk­efn­um hvort sem er í þétt­býli eða dreif­býli.

Gæta hófs í gjöld­um, lækka vöru­gjöld

Sam­hliða nú­tíma­legri gjald­töku þarf að huga sölu rík­is­eigna á borð við Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar og þeim breytt í mik­il­væg­ari eign­ir í innviðum sam­fé­lags­ins. Sam­hliða gjald­töku þarf að huga að sam­ræmi við aðra gjald­töku af um­ferð og öku­tækj­um. Gæta þarf hófs við breyt­ing­ar á gjöld­um af eldsneyti yfir í kíló­metra­gjald og mik­il­vægt er að lækka vöru­gjöld af bif­reiðum. Það mun leiða til frek­ari end­ur­nýj­un­ar bíla­flota lands­manna og þar með nýrri og ör­ugg­ari bif­reiða. Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem ég hef fengið hef­ur yfir tíma farið meira til sam­göngu­mála en þau gjöld sem lögð voru á sér­stak­lega vegna þeirra. Það dug­ar ein­fald­lega ekki til ef við ætl­um að koma okk­ur inn í nú­tím­ann í sam­göngu­mál­um.

Hag­kvæm­ari verk í stað bútasaums

Við slíka breyt­ingu gefst tæki­færi til þess að gera áreiðan­legri áætlan­ir um upp­bygg­ingu vega­kerf­is­ins í þétt­býli og dreif­býli. Hægt verður að bjóða út stærri og hag­kvæm­ari verk í stað þess bútasaums sem er staðreynd­in í dag og ný­leg­ur Suður­lands­veg­ur á milli Hvera­gerðis og Sel­foss er sorg­legt dæmi um. Sam­ræma þarf hönn­un og fram­kvæmd um leið og leitað er eft­ir ein­föld­ustu lausn­um til að nýta fjár­magn með sem best­um hætti. Sem dæmi má nefna að ef þessi leið hefði verið far­in, hefði veg­ur frá Kambarót­um við Hvera­gerði verið boðinn út í einni fram­kvæmd aust­ur fyr­ir Þjórsá með mis­læg­um gatna­mót­um í stað hring­torga og skyn­sam­legri brú yfir Ölfusá sem lík­lega myndi kosta þriðjung af því sem fyr­ir­hugað „lista­verk“ á að kosta.

Við þessa breyt­ingu myndi sam­göngu­áætlun jafn­framt fjalla um heild­ar­mynd­ina; viðhald og upp­bygg­ingu tengi­vega, héraðsvega, hafn­ar­mál og flug­velli, svo mik­il­væg­ir þætt­ir séu nefnd­ir. Meira fjár­magn mun verða til ráðstöf­un­ar í þessa mik­il­vægu en van­ræktu þátta í áætl­un­inni.

Aft­ur­haldsöfl í vegi fram­fara

Að efla og styrkja sam­göngu­kerfið er þjóðhags­lega mjög hag­kvæmt. Það á bæði við í þétt­býli og í dreif­býli. Í dreif­býli snýst þetta um breiðari og ör­ugg­ari vegi og aðskild­ar akst­urs­leiðir þar sem við á. Í þétt­býli má nefna t.d. mis­læg gatna­mót. Slysam­estu gatna­mót lands­ins eru ljós­a­stýrð gatna­mót í höfuðborg­inni. Um­ferðarþyngstu gatna­mót lands­ins eru mis­læg gatna­mót neðan Ártúns­brekku og þar eru slys mjög fátíð. Að setja mis­læg gatna­mót víðar á höfuðborg­ar­svæðinu mun draga mikið úr slys­um og greiða mjög fyr­ir um­ferð. Ekki er líðandi leng­ur að láta aft­ur­haldsöfl í borg­ar­stjórn standa í vegi fyr­ir slík­um fram­förum.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 3. ágúst 2024.