Pólitísk skáldsaga sem skrifar sig sjálf
'}}

Óli Björn Kárason alþingismaður:

Það er göm­ul klisja að vika sé lang­ur tími í póli­tík. Oft­ar en ekki er hún merk­ing­ar­laus orðal­epp­ur – inni­halds­laus orð stjórn­mála­manna, fjöl­miðlunga og álits­gjafa þegar lítið er lagt til mál­anna. En svo ger­ist það. Á ör­fá­um dög­um gjör­breyt­ist póli­tískt lands­lag líkt og kjós­end­ur í Banda­ríkj­un­um hafa fengið að kynn­ast.

Eft­ir hrylli­lega frammistöðu Joes Bidens Banda­ríkja­for­seta í kapp­ræðum við Don­ald Trump und­ir lok júní, voru demó­krat­ar örvinglaðir. Úrræðal­eysi og glundroði gróf um sig. Í huga þeirra var fátt sem gæti komið í veg fyr­ir end­ur­kjör Trumps í Hvíta húsið. Re­públi­kan­ar ættu trygg­an meiri­hluta í full­trúa­deild­inni og mögu­leika á að ná meiri­hluta í öld­unga­deild­inni. Þar með hefði Trump öll tök á banda­rískri stjórn­sýslu – demó­krat­ar yrðu í raun áhrifa­laus­ir á kom­andi árum.

All­ir sem horfðu á kapp­ræðurn­ar áttuðu sig á því að sitj­andi for­seti gengi ekki heill til skóg­ar. Elli kerl­ing væri búin að ná tök­um á hon­um. Jafn­vel hliðholl­ir fjöl­miðlar gátu ekki leng­ur þagað yfir „leynd­ar­máli“ um hve and­legu at­gervi Joes Bidens hefði hrakað. Og flótt­inn frá for­set­an­um hófst. Fyrst­ir voru minni spá­menn inn­an Demó­krata­flokks­ins en síðan stigu fram áhrifa­mikl­ir ein­stak­ling­ar. Fyrr­ver­andi for­set­ar og for­ystu­fólk á þingi þrýstu á Biden að víkja. Gamli maður­inn gaf sig ekki fyrr en í fulla hnef­ana. Flokkseig­enda­fé­lagið tók við; Kamala Harris vara­for­seti skyldi verða for­seta­efni flokks­ins. Hliðholl­ir fjöl­miðlar fögnuðu – og end­ur­rit­un póli­tískr­ar sögu vara­for­set­ans hófst með til­heyr­andi her­ferð á sam­fé­lags­miðlum. Og eins og alltaf þegar mikið ligg­ur við stigu stjörn­ur Hollywood fram og lögðu sín lóð á vog­ar­skál­ar demó­krata.

Efniviður í Hollywood-mynd

Margt bend­ir til að þessi póli­tíska leik­flétta geti tek­ist. Í stað ör­vænt­ing­ar og von­leys­is hafa demó­krat­ar öðlast póli­tískt sjálfs­traust og trú á því að þeim tak­ist að leggja Trump að velli í kosn­ing­un­um í nóv­em­ber næst­kom­andi.

At­b­urðarás­in í banda­rísk­um stjórn­mál­um síðustu vik­ur er eins og skáld­saga sem skrif­ar sig sjálf. Bana­til­ræði, and­leg hrörn­un for­set­ans, af­hjúp­un á þögg­un fjöl­miðla, valda­taka flokkseig­enda og krýn­ing for­setafram­bjóðanda án for­kosn­inga. Í leik­stjórn Hollywood end­ar bíó­mynd­in með því að karl­inn tap­ar og kon­an stend­ur uppi sem ótví­ræður sig­ur­veg­ari.

En Hollywood er ekki að skrifa hand­ritið fyr­ir banda­ríska kjós­end­ur. Það er hins veg­ar langt í frá ólík­legt að niðurstaða kosn­ing­anna verði eins og stjörn­urn­ar í drauma­borg­inni óska; Kamala Harris verði fyrsta kon­an sem kjör­in verður for­seti Banda­ríkj­anna.

Ráðast úr­slit­in af óvin­sæld­um?

Char­les C. W. Cooke, einn rit­stjóra tíma­rits­ins Nati­onal Review (NR), verður seint sakaður um að vera í hópi aðdá­enda Harris, ekki frek­ar en Trumps. Cooke hef­ur ít­rekað gagn­rýnt vara­for­set­ann fyr­ir rót­tæka hug­mynda­fræði og for­ræðis­hyggju. Hann held­ur því fram að Harris skorti getu til að móta skýra póli­tíska hugs­un og stefnu. Harris hafi litla hæfi­leika sem ræðumaður eða sem brú­arsmiður ólíkra hópa og skoðana. Spurn­ing­unni um hvort Kamala Harris sé góður fram­bjóðandi, svar­ar Cooke ein­dregið neit­andi. En önn­ur efn­is­spurn­ing sé mik­il­væg­ari: Get­ur Kamala Harris og vara­for­seta­efni henn­ar, (sem á eft­ir að út­nefna) unnið kosn­ing­ar gegn Don­ald Trump og J. D. Vance? Þess­ari spurn­ingu svar­ar Cooke af­drátt­ar­laust ját­andi þrátt fyr­ir óvin­sæld­ir sitj­andi rík­is­stjórn­ar.

Joe Biden er óvin­sæl­asti for­seti síðustu ára­tuga. Kamala Harris er óvin­sæl­asti vara­for­seti síðan skoðanakann­an­ir hóf­ust. Í huga margra kjós­enda hef­ur stjórn­artíð tví­eyk­is­ins, Bidens/​Harris, ein­kennst af verðbólgu, sóun, van­hæfni, bylgju ólög­legra inn­flytj­enda, auk­inni alþjóðasp­ennu og ófriði og lak­ari lífs­kjör­um. Og nú síðast sam­særi til að hylma yfir and­lega hrörn­un for­set­ans. En þrátt fyr­ir allt þetta eru kjós­end­ur langt í frá sátt­ir við re­públi­kana. Don­ald Trump á fjöl­menn­an og harðan hóp stuðnings­manna en hann er einnig óvin­sæll og um­deild­ur ekki síst meðal óflokks­bund­inna kjós­enda. J. D. Vance, sem Trump tefl­ir fram sem vara­for­seta, er óvin­sæll.

Svo gæti farið að úr­slit kosn­ing­anna í nóv­em­ber ráðist fyrst og síðast af óvin­sæld­um fram­bjóðenda og flokka hjá óháðum kjós­end­um. Mis­lík­ar kjós­end­um meira Harris en Trump eða öf­ugt?

Stjórn­mál í ógöng­um

Nati­onal Review er áhrifa­mikið tíma­rit meðal banda­rískra hægrimanna. Bygg­ir á arf­leifð Williams Buckleys sem stofnaði NR árið 1955. Buckley, sem skil­greindi sjálf­an sig sem blöndu af íhalds­manni og frjáls­hyggju­manni, var einn áhrifa­mesti hugsuður hægrimanna á seinni hluta 20. ald­ar­inn­ar. Rit­stjórn NR var alla tíð gagn­rýn­in á Trump sem for­seta. For­setatíð hans ein­kennd­ist af skipu­lags­leysi og óreiðu. Trump hafi verið óút­reikn­an­leg­ur og hegðað sér frem­ur eins og álits­gjafi á eig­in rík­is­stjórn en for­seti. Gaf út til­skip­an­ir á Twitter. „Trump hafði tak­markaðan skiln­ing á stjórn­skip­un okk­ar og þegar öllu er á botn­inn hvolft bar hann litla virðingu fyr­ir henni,“ skrifaði leiðara­höf­und­ur NR árið 2022 um leið og tíma­ritið biðlaði til flokks­bund­inna re­públi­kana um að hafna for­set­an­um fyrr­ver­andi án þess að hika eða ef­ast.

NR varð ekki að ósk sinni og Re­públi­kana­flokk­ur­inn er í helj­ar­greip­um Trumps. Flokk­ur­inn er ekki leng­ur flokk­ur Reag­ans og Jacks Kemps. Gild­um hægrimanna hef­ur verið vikið til hliðar. Lýðhyggja og ein­angr­un­ar­stefna tekið völd­in. Með sama hætti er Demó­krata­flokk­ur­inn ekki leng­ur flokk­ur Johns F. Kenn­e­dys, held­ur vinst­ris­innaður flokk­ur þar sem póli­tísk­ur rétt­trúnaður ræður för. Tengsl­in við venju­legt launa­fólk hafa rofnað. Elíta og yf­ir­stétt eru við völd­in.

Banda­rísk stjórn­mál hafa ratað í ógöng­ur og það get­ur haft víðtæk áhrif um all­an heim, ekki síst hér á landi. Póli­tísk kerfi sem býður 342 millj­óna manna þjóð ekki upp á betri kosti en Trump eða Harris (áður Biden) er í vanda. Og sá vandi get­ur orðið vandi alls hins frjálsa heims.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 31. júlí 2024.