Góða umferðarhelgi!
'}}

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi:

Ell­efu manns hafa lát­ist í átta bana­slys­um í um­ferðinni það sem af er ári. Hafa slík bana­slys ekki verið fleiri frá ár­inu 2018 en þá lét­ust fimmtán manns í um­ferðinni hér­lend­is. Að auki hafa fjöl­marg­ir slasast al­var­lega í um­ferðarslys­um á ár­inu.

Á ár­un­um 2014-2023 lét­ust 103 ein­stak­ling­ar og 1.646 slösuðust al­var­lega í um­ferðarslys­um hér­lend­is. Þrátt fyr­ir að yf­ir­stand­andi ár sé aðeins rétt rúm­lega hálfnað eru bana­slys í um­ferðinni orðin fleiri en þau hafa verið að jafnaði á hverju ári, und­an­far­inn ára­tug.

Þessi fjölg­un al­var­legra um­ferðarslysa er uggvæn­leg og grípa verður til aðgerða til að stemma stigu við henni. Mik­il­vægt er að stór­auka fræðslu til al­menn­ings um hætt­urn­ar í um­ferðinni og hvernig eigi að forðast þær.

Bylgj­an, Vís­ir og Stöð 2 standa nú fyr­ir átaki um aukna ábyrgð í um­ferðinni í sam­starfi við Sam­göngu­stofu. Slíkt átak er þakk­arvert og til fyr­ir­mynd­ar.

Fækk­um slys­um

Margt er sem bet­ur fer hægt að gera til að fækka um­ferðarslys­um. Best er að ráðast að rót­um vand­ans með því að gera úr­bæt­ur á þeim stöðum þar sem flest slys verða. Mik­il­vægt er að við út­hlut­un vega­fjár verði um­ferðarör­yggi haft í fyr­ir­rúmi en ekki kjör­dæm­a­pot. Slysa­fækk­andi aðgerðir eiga að njóta ský­lauss for­gangs.

Árang­urs­rík­asta leiðin til að fækka al­var­leg­um um­ferðarslys­um er að breikka um­ferðarþunga þjóðvegi í ná­grenni höfuðborg­ar­svæðis­ins og aðskilja þannig ak­rein­ar. Ýmis­legt hef­ur áunn­ist í þessu efni en bet­ur má ef duga skal. Til dæm­is er brýnt að ljúka sem fyrst breikk­un Vest­ur­lands­veg­ar um Kjal­ar­nes, þ.e. frá Grund­ar­hverfi að Hval­fjarðargöng­um.

Þá er ljóst að mis­læg lausn á fjöl­förn­ustu gatna­mót­um Reykja­vík­ur myndu einnig fækka um­ferðarslys­um til mik­illa muna.

Helstu or­sak­ir um­ferðarslysa

Ágúst er að jafnaði slysam­esti mánuður­inn í um­ferðinni. Fyr­ir mestu um­ferðar­helgi árs­ins er rétt að rifja upp helstu or­sak­ir al­var­legra um­ferðarslysa. Slík slys má langoft­ast rekja til mann­legra mistaka eða áhættu­hegðunar öku­manna:

  • Hraðakst­ur
  • Bíl­belti ekki notuð
  • Ölv­unar­akst­ur
  • Sími notaður við akst­ur
  • Svefn og þreyta
  • Reynslu­leysi öku­manns
  • For­gang­ur ekki virt­ur
  • Hætta á vegi og/​eða í um­hverfi

Bíl­belt­in bjarga manns­líf­um

Ljóst er að marg­ir öku­menn og farþegar hefðu lifað af slys, hefðu þeir verið í bíl­belt­um. Þau dæmi eru sorg­lega mörg þar sem bíll­inn sjálf­ur stend­ur af sér harðan árekst­ur eða veltu en fólk kast­ast út úr hon­um og bíður bana eða stór­slasast vegna áverka, sem hljót­ast af harðri lend­ingu við jörð eða þegar öku­tækið velt­ur yfir það. Það er því afar mik­il­vægt að all­ir noti bíl­belt­in.

Var­huga­verðir mal­ar­veg­ir

Sýna þarf sér­staka varúð þegar ekið er eft­ir mal­ar­vegi, einkum þegar komið er inn á slík­an veg af mal­biki eða bundnu slit­lagi. Þá er mik­il­vægt að hægja á bif­reiðum þegar þær mæt­ast á mal­ar­vegi vegna grjót­kasts og ryk­meng­un­ar. Af sömu ástæðu er mjög mik­il­vægt að öku­menn hægi veru­lega á bíl­um sín­um þegar ekið er fram hjá gang­andi eða hjólandi veg­far­end­um á mal­ar­veg­um.

Um leið og öll­um lands­mönn­um er óskað velfarnaðar í um­ferðinni minni ég á ell­efu hundruð ára gam­alt spak­mæli Skalla­gríms Kveld­úlfs­son­ar, sem enn er í fullu gildi: „Gott er heil­um vagni heim að aka.“

Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2024.