Stefanía Kolbrún nýr framkvæmdastjóri þingflokks
'}}

Stef­an­ía Kol­brún Ásbjörns­dótt­ir hef­ur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Stef­an­ía er hag­fræðing­ur með BS-gráðu frá Há­skóla Íslands og meist­ara­gráðu frá Barcelona School of Economics. Hún starfaði áður sem hag­fræðing­ur á efna­hags­sviði Sam­taka at­vinnu­lífs­ins frá ár­inu 2018 ásamt því að sinna kennslu við hag­fræðideild Há­skóla Íslands og viðskipta­fræðideild Há­skól­ans í Reykja­vík.

Hjá SA sinnti Stef­an­ía ým­iss kon­ar grein­ing­ar­vinnu, greina­skrif­um og kynn­ing­um í tengsl­um við gerð kjara­samn­inga og efna­hags- og at­vinnu­lífs­mál al­mennt. Stef­an­ía hef­ur jafn­framt sinnt fjöl­mörg­um fé­lags­störf­um og stóð meðal ann­ars að stofn­un Hags­muna­fé­lags kvenna í hag­fræði.

„Ég er full til­hlökk­un­ar fyr­ir kom­andi þing­vetri og að tak­ast á við þau ýmsu spenn­andi og krefj­andi verk­efni sem fram und­an eru, með öllu því góða fólki sem starfar fyr­ir þing­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins, svo ekki sé minnst á þing­menn flokks­ins,“ segir Stefanía.

Hún tek­ur við starf­inu af Tryggva Más­syni sem hef­ur verið ráðinn til þess að fara fyr­ir viðskiptaþróun hjá Klíník­inni.