Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra sótti ásamt leiðtogum á fimmta dug ríkja leiðtogafund Evrópuríkja á vettvangi EPC (e. European Political Community) á Bretlandi 18. júlí sl. Auk þess sóttu fundinn framkvæmdastjóri NATO, utanríkismálastjóri ESB og forseti Úkraínu.
Í máli sínu fjallaði Bjarni um mikilvægi samstöðu Evrópuríkja á ófriðartímum og varðveislu lýðræðislegrar umræðu nú þegar að henni er sótt með skipulegum hætti. Auk þess lagði hann áherslu á að varðveita og ýta undir samkeppnishæfni Evrópu. Þannig mætti ekki ganga svo langt í íþyngjandi regluverki að verðmætasköpun yrðu settar skorður, með tilheyrandi áhrifum á velferð í álfunni.
Helstu umræðuefni fundarins voru lýðræði á tímum fjölþáttaógna, upplýsingahernaðar og falsfrétta, orkumál og málefni flóttamanna.
Þá átti Bjarni tvíhliða fundi með Pedro Sánchez forsætisráðherra Spánar, Eviku Siliņa, forsætisráðherra Lettlands, Daniel Risch, forsætisráðherra Liechtenstein, Josep Borrell, utanríkismálastjóra ESB, Violu Amherd, forseta Sviss, og Vjosu Osmani, forseta Kósóvó. Í fundarlok bauð Karl Bretakonungur til móttöku.