Ánægjulegar fréttir úr Fjarðabyggð

Ragnar Sigurðsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð:

Hér fyr­ir aust­an geng­ur vel. At­vinnu­lífið blómstr­ar og at­vinnu­leysi með því minnsta sem mæl­ist.

Þessu til staðfest­ing­ar birt­ust í vik­unni frétt­ir úr Fjarðabyggð. Enn einu sinni er Fjarðabyggð það sveit­ar­fé­lag sem hef­ur hvað hæstu meðal­tekj­ur á íbúa. Sam­kvæmt nýbirt­um töl­um Hag­stof­unn­ar voru árið 2023 heild­ar­tekj­ur ein­stak­linga í Fjarðabyggð 10.248.000 kr. Þess­ar töl­ur eru byggðar á skatt­fram­töl­um ein­stak­linga frá síðasta ári.

Fjórðu hæstu heild­ar­tekj­ur íbúa sveit­ar­fé­laga í land­inu. Á meðan var miðgildi heild­ar­tekna í fyrra um 7,6 millj­ón­ir króna á ári, sem sam­svar­ar því að helm­ing­ur ein­stak­linga hafði heild­ar­tekj­ur yfir 636 þúsund krón­um á mánuði.

Fram­leiðsla skil­ar mikl­um tekj­um

Um leið er ástæða til að benda á sér­stöðu Fjarðabyggðar sem felst í að meiri­hluti tekna skap­ast af fram­leiðslu. Fram­leiðsla í sjáv­ar­út­vegi, lax­eldi og áli skil­ar íbú­um hærri tekj­um og styrk­ir sam­fé­lagið. Sterk­ur grunn­ur at­vinnu- og verðmæta­sköp­un­ar bygg­ist á út­gerð og vinnslu sjáv­ar­af­urða frá gjöf­ul­um fiski­miðum und­an strönd­um Aust­fjarða, auk öfl­ugr­ar álfram­leiðslu og tengd­um þjón­ustu­grein­um. Þá hef­ur versl­un og þjón­usta eflst, sér­stak­lega með vexti ferðaþjón­ustu að ónefndu blóm­legu land­búnaðar­héraði Breiðdals.

Marg­ar áskor­an­ir

En áskor­an­irn­ar eru marg­ar. Aust­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins er eitt það yngsta og tel­ur um 5.500 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveit­ar­fé­laga í nokkr­um áföng­um á ár­un­um 1988 til 2018. Þessi sam­ein­ing, samstaða og sam­hug­ur er viðvar­andi verk­efni íbúa Fjarðabyggðar. Mik­il­vægt verk­efni þar er að virkja fjölda þeirra sem er af er­lendu bergi brot­inn til lýðræðisþátt­töku.

Nú gef­ur á bát­inn um stund í sjáv­ar­út­vegi með skert­um heild­arafla. Hag­stof­an seg­ir að á tólf mánaða tíma­bil­inu frá júlí 2023 til júní 2024 hafi heild­arafl­inn verið tæp­lega 1,1 millj­ón tonn sem er 24% sam­drátt­ur frá sama tólf mánaða tíma­bili ári fyrr. Helsta ástæðan var loðnu­brest­ur sem reyn­ir á hér fyr­ir aust­an. Þeir sem sí­fellt tala niður sjáv­ar­út­veg­inn mættu hafa í huga þjóðhags­legt mik­il­vægi sterkra fyr­ir­tækja sem geta tekið slíkt högg sem loðnu­brest­ur­inn reyn­ist.

Sam­keppn­is­hæfni krefst sterk­ari innviða

Að sama skapi þarf Fjarðabyggð að huga að innviðum, berj­ast fyr­ir sam­göngu­bót­um, orku­upp­bygg­ingu og ekki síst fjar­skipt­um. Ný­verið birti fjar­skiptaráðherra yf­ir­lit yfir heim­ili sem eru ótengd ljós­leiðara á Íslandi. Af fimm þúsund heim­il­is­föng­um ótengd­um ljós­leiðara í land­inu er fimmta hvert í Fjarðabyggð eða alls 1.012. Sú staða kall­ar á sér­tæk­ar aðgerðir og átak á þessu sviði til að tryggja sam­keppn­is­hæfni sveit­ar­fé­lags­ins.

Verk­efni stjórn­mála­manna okk­ar er áfram að stuðla að vexti öfl­ugs at­vinnu­lífs sem skil­ar háum heild­ar­tekj­um íbúa. Það verður ein­ung­is gert með því að um­gang­ast með gætni annarra manna fé og tryggja at­hafna­frelsi. Frjálst fólk fram­leiðir meira. Líka hér eystra.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22. júlí 2024.