Þinghlé nýtt í þágu eldra fólks
'}}

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður:

Eldra fólk er stór og öfl­ug­ur hóp­ur í grasrót Sjálf­stæðis­flokks­ins. Á vett­vangi Sam­taka eldri sjálf­stæðismanna eru haldn­ir opn­ir fund­ir í hverri viku yfir vetr­ar­tím­ann og ný­lega var Fé­lagi eldri sjálf­stæðismanna í Reykja­vík komið á fót. Þessi hóp­ur held­ur okk­ur kjörn­um full­trú­um sann­ar­lega við efnið og eldri sjálf­stæðis­menn eru mjög öfl­ug­ir í rétt­inda­bar­áttu fyr­ir eldra fólk. Eft­ir þing­frest­un hef ég m.a. fundað með nokkr­um full­trú­um úr þess­um hópi sjálf­stæðismanna til að fara yfir stöðu og kjör eldra fólks.

Við erum von­andi öll meðvituð um þær áskor­an­ir sem fylgja hækk­andi líf­aldri ís­lensku þjóðar­inn­ar. Þess­ari þróun fylgja þó sömu­leiðis tæki­færi, m.a. vegna betri heilsu í lengri tíma. Betri heilsa get­ur þýtt lengri starfs­ald­ur og sveigj­an­legri starfs­lok og því þarf að taka meira til­lit til áhuga og færni fólks frem­ur en ein­göngu ald­urs þess. Þjón­usta við eldra fólk þarf sömu­leiðis að vera í sí­felldri end­ur­skoðun og þar má margt fara bet­ur. Meðal ann­ars þurf­um við að leggja meiri áherslu á að eldra fólk hafi mögu­leik­ann á að búa sem lengst í eig­in hús­næði.

Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt ríka áherslu á að bæta fjár­hags­stöðu eldra fólks. Það hef­ur enda sýnt sig í því að kjör þessa hóps hafa batnað um­tals­vert á starfs­tíma henn­ar, hvort sem litið er til tekna, kaup­mátt­ar eða til eigna- og skulda­stöðu. Útgjöld rík­is­ins til mál­efna aldraðra hafa sömu­leiðis auk­ist veru­lega á þess­um tíma. Þannig hafa út­gjöld­in auk­ist um 25% að raun­v­irði frá ár­inu 2017 og um 91% frá ár­inu 2014. Þessi aukn­ing skýrist að miklu leyti af veru­leg­um breyt­ing­um sem voru gerðar á al­manna­trygg­inga­kerf­inu árið 2017 með það að mark­miði að bæta kjör eldra fólks.

Þótt fjár­hags­leg staða eldra fólks á Íslandi sé al­mennt sterk og kjör þessa hóps hafi batnað mikið á und­an­förn­um árum, þýðir það ekki að ekki megi gera enn bet­ur. Það á ekki síst við um ýmis rétt­inda­mál og um þjón­ustu við þenn­an hóp. Þá hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn lagt áherslu á að auka svig­rúm til at­vinnuþátt­töku eldra fólks án um­tals­verðra skerðinga m.a. með tvö­föld­un frí­tekju­marks. Þetta er eldra fólki of­ar­lega í huga, auk skerðinga vegna annarra tekna.

Ég mun m.a. nýta þing­hléið í sum­ar til að vinna að mál­um í þágu eldra fólks. Ég óska því eft­ir ábend­ing­um varðandi mála­flokk­inn og hvet eldra fólk og aðra sem áhuga hafa á til að senda mér tölvu­póst á dilja.mist@alt­hingi.is.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 11. júlí 2024.