Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var í vikunni kjörinn formaður stjórnmála- og öryggisnefndar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) - sjá hér. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland fær formennsku innan stofnunarinnar frá því að hún var stofnuð fyrir 30 árum.
Birgir er formaður Íslandsdeildar þings Öryggis- og samvinnustofnunar og hefur verið síðan 2023.
Með formannskjöri Birgis fær Ísland aukið vægi í umræðum um öryggismál í Evrópu á viðsjárverðum tímum.
Sjá nánar um ÖSE hér.