Minningarfundur um Ólaf Thors frá 2015

Hinn 21. janúar 2015 fór fram minningarfundur um Ólaf Thors fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í Valhöll. Húsfyllir var á fundinum en þar var þess minnst að hálf öld væri frá andláti Ólafs.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Davíð Oddsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins fluttu minningarorð á fundinum sem finna má í spilaranum hér fyrir ofan. En upptöku af fundinum má einnig finna á Spotify hér.

Nú þegar þess er minnst að 95 ár eru frá stofnun Sjálfstæðisflokksins og 80 ár frá stofnun Lýðveldis Íslands er þátturinn endurbirtur.

Ólafur var forsætisráðherra samanlagt í um það bil áratug og formaður Sjálfstæðisflokksins lengur en nokkur annar, í 27 ár. Ólafur var fyrst kjörinn á þing fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu árið 1926 allt til ársins 1959 þegar hann varð þingmaður Reykjaneskjördæmis allt til dauðadags 31. desember 1964.

Ólafur tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum af Jóni Þorlákssyni árið 1934 og gegndi henni til ársins 1961.

Hann var dómsmálaráðherra 1932, atvinnumálaráðherra 1939-1942, sjávarútvegs- og iðnaðarmálaráðherra 1950-1953 og forsætisráðherra 1942, 1944–1947, 1949–1950, 1953–1956 og 1959–1963.

Sjá nánar um Ólaf á vef Alþingis hér.