Samfylkingin bregst í útlendingamálum
'}}

Birgir Þórarinsson alþingismaður:

Alþingi hef­ur samþykkt ný út­lend­inga­lög. Gerðar eru mestu breyt­ing­ar á lög­um um út­lend­inga frá því að lög­in voru sett árið 2016. Lög­gjöf­in er færð nær því sem gild­ir ann­ars staðar á Norður­lönd­um og ís­lensk­ar sérregl­ur af­numd­ar. Ísland hef­ur tekið hlut­falls­lega á móti flest­um hæl­is­leit­end­um í Evr­ópu. Ástæðan er veikt reglu­verk. Þessu hef­ur verið breytt með nýju lög­un­um. Rúm­lega 60% þjóðar­inn­ar telja að of marg­ir flótta­menn hafi fengið hæli hér á landi. Á Suður­landi og Reykja­nesi er þessi tala 80%. Sér­stakt fagnaðarefni er að reglu­verkið í út­lend­inga­mál­um hef­ur nú verið hert. Nýju lög­in svara kalli þjóðar­inn­ar. Með nýju lög­un­um mun hæl­is­leit­end­um fækka. Draga mun úr álagi á fé­lags­lega kerfið og innviði í land­inu. Kostnaður rík­is­sjóðs mun að sama skapi lækka en hann hef­ur farið úr öll­um bönd­um. Útlend­inga­frum­varpið var samþykkt á Alþingi með 42 at­kvæðum. Pírat­ar voru á móti. Sam­fylk­ing og Viðreisn sátu hjá.

Nú hef­ur það op­in­ber­ast að Sam­fylk­ing­in, sem mælst hef­ur stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn í könn­un­um, hef­ur hvorki burði né vilja til að styðja herta lög­gjöf í út­lend­inga­mál­um. Í fe­brú­ar sagði formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í ræðu á Alþingi að hún tæki mark á áhyggj­um al­menn­ings í út­lend­inga­mál­um. Þegar á hólm­inn var komið var ekki að marka þau orð. Sam­fylk­ing­in stóð ekki með al­menn­ingi sem hef­ur áhyggj­ur og sat hjá. Formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar tók ekki til máls í at­kvæðagreiðslunni.

Ég fagna því sér­stak­lega að gerðar hafa verið nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á kær­u­nefnd út­lend­inga­mála og nefnd­ar­mönn­um fækkað úr sjö í þrjá. Ég hef bæði í ræðu og riti talað fyr­ir þess­um breyt­ing­um. Kær­u­nefnd­in hef­ur haft óeðli­lega mik­il völd og tekið ákv­arðanir sem eru þvert á fram­kvæmd út­lend­inga­mála í ná­granna­lönd­un­um. Ákvarðanir sem hafa valdið miklu álagi á innviði og kostað rík­is­sjóð millj­arða.

Eng­in rök mæla með því að Ísland, fá­menn­asta land Evr­ópu, taki á móti hlut­falls­lega flest­um hæl­is­leit­end­um. Reglu­verkið á Íslandi í út­lend­inga­mál­um verður að taka mið af fá­menni þjóðar­inn­ar. Und­ir for­ystu dóms­málaráðherra, Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur, hef­ur tek­ist að koma bönd­um á óviðun­andi stöðu út­lend­inga­mála og færa út­lend­inga­lög­gjöf­ina nær því sem ger­ist í ná­granna­lönd­um. Örugg landa­mæri eru for­senda vel­ferðar­kerf­is, sjálf­bærra rík­is­fjár­mála og traustra innviða.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22. júní 2024.