Dómsmálaráðherra í eitt ár
'}}

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra:

Um þess­ar mund­ir hef ég verið í embætti dóms­málaráðherra í eitt ár. Þetta ár hef­ur verið afar viðburðaríkt fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag og einnig hafa verið svipt­ing­ar á hinu póli­tíska sviði.

Ég ákvað í upp­hafi að leggja sér­staka áherslu á að koma í gegn breyt­ing­um á bæði út­lend­inga­lög­um og lög­reglu­lög­um, en einnig vildi ég leggja áherslu á end­ur­skoðun fulln­ustu­kerf­is­ins og bar­átt­una gegn kyn­bundnu of­beldi. Þegar litið er yfir far­inn veg er ljóst að mik­ill ár­ang­ur hef­ur náðst í þess­um mála­flokk­um.

Íslenskt sam­fé­lag er að tak­ast á við flókna stöðu í mál­efn­um út­lend­inga sem kall­ar á skýra sýn og aðgerðir. Um það sam­mælt­ist rík­is­stjórn­in með heild­ar­sýn í mál­efn­um út­lend­inga í því augnamiði að ná betri stjórn á mála­flokkn­um. Stórt skref var stigið þegar Alþingi samþykkti frum­varp mitt um nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­un­um sem hafa það mark­mið að fækka um­sækj­end­um um alþjóðlega vernd, auka skil­virkni í málsmeðferð og ná niður kostnaði. Það var mikið heilla­skref og ein­ar veiga­mestu breyt­ing­ar sem gerðar hafa verið á mála­flokkn­um frá upp­hafi, en mála­flokk­ur­inn þarfn­ast stöðugs end­ur­mats og end­ur­skoðunar og því hef ég þegar boðað að ég mun leggja fram frek­ari breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­gjöf­inni á næsta þingi.

Alþingi samþykkti á síðasta degi þings­ins frum­varp mitt um aðkallandi breyt­ing­ar á lög­reglu­lög­um, en unnið hef­ur verið að breyt­ing­um í þessa veru í ár­araðir. Með breyt­ing­un­um eru lög­regl­unni veitt­ar nauðsyn­leg­ar heim­ild­ir til að grípa til aðgerða í þágu af­brota­varna, einkum til að sporna við skipu­lagðri brot­a­starf­semi og koma í veg fyr­ir at­hafn­ir er geta haft áhrif á ör­yggi rík­is­ins. Það er ein af frum­skyld­um mín­um sem dóms­málaráðherra að tryggja ör­yggi borg­ar­anna og það er óá­sætt­an­legt að ís­lensk lög­regla sé eft­ir­bát­ur koll­ega sinna í ná­granna­ríkj­un­um þegar kem­ur að nauðsyn­leg­um heim­ild­um til af­brota­varna og þess vegna var mik­il­vægt að þetta skref hafi verið tekið.

Ég hef hafið vinnu við end­ur­skoðun fulln­ustu­kerf­is­ins og nú þegar er haf­in vinna við að stór­bæta aðstöðu í fang­els­um lands­ins. Þar er stærsta verk­efnið bygg­ing nýs fang­els­is að Litla­ Hrauni og sú upp­bygg­ing mun grund­vall­ast á nú­tímaþekk­ingu á sviði end­ur­hæf­inga og ör­ygg­is­mála, með hags­muni fanga, starfs­manna og fjöl­skyldna fanga í huga.

Mik­il­vægt er að vinna mark­visst gegn kyn­bundnu of­beldi og þegar hef­ur verið varið 200 millj­ón­um kr. í að fjölga stöðugild­um í meðferð kyn­ferðis­brota hjá lög­reglu, rík­is­sak­sókn­ara og héraðssak­sókn­ara. Þetta hef­ur stytt málsmeðferðar­tíma kyn­ferðis­brota og fækkað opn­um kyn­ferðis­brota­mál­um tölu­vert.

Að lok­um vil ég minna á mik­il­vægt hlut­verk al­manna­varna. Sjö sinn­um hef­ur gosið á Reykja­nesskaga og við sjá­um ekki fyr­ir end­ann á því ástandi sem nú var­ir. Varn­argarðarn­ir hafa ótví­rætt sannað gildi sitt en ekki verður nóg­sam­lega þakkað þeim viðbragðsaðilum sem hafa staðið vakt­ina und­an­farna mánuði.

Margt hef­ur áunn­ist á þessu eina ári en ljóst er að verk­efn­in framund­an eru ærin. Ég mun hér eft­ir sem hingað til vinna heils­hug­ar að fram­fara­mál­um fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 24. júní 2024.