Burt með slysagildrurnar

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Fjór­tán af tutt­ugu hættu­leg­ustu gatna­mót­um lands­ins eru í Reykja­vík. Þau eru öll ljós­a­stýrð. Unnt er að fækka slys­um í borg­inni svo um mun­ar með mark­viss­um breyt­ing­um á mörg­um þess­ara gatna­móta. Til dæm­is með því að gera allra fjöl­förn­ustu gatna­mót­in mis­læg.

Hættu­leg­ustu gatna­mót lands­ins

Mót Miklu­braut­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar njóta hins vafa­sama heiðurs að vera hættu­leg­ustu gatna­mót lands­ins. Þar urðu 163 slys og óhöpp á tíma­bil­inu 2019-2023, þar af nítj­án slys með meiðslum.

Næst­hættu­leg­ustu gatna­mót­in eru við mót Miklu­braut­ar og Grens­ás­veg­ar. Þar urðu 204 slys og óhöpp á ár­un­um 2019-2023, þar af fjór­tán með meiðslum.

Í þriðja sæti eru gatna­mót Reykja­nes­braut­ar og Bú­staðaveg­ar með 102 óhöpp, þar af fjór­tán slys með meiðslum.

Á sama tíma­bili urðu tólf slys með meiðslum á gatna­mót­um Kringlu­mýr­ar­braut­ar-Suður­lands­braut­ar-Lauga­veg­ar, ell­efu á gatna­mót­um Sæ­braut­ar-Klepps­mýr­ar­veg­ar-Skeiðar­vogs og tíu á gatna­mót­um Kringlu­mýr­ar­braut­ar og Lista­braut­ar.

Fjöldi slysa langt yfir mark­miði

Þess­ar upp­lýs­ing­ar eru úr grein­argóðri skýrslu Sam­göngu­stofu um um­ferðarslys á Íslandi árið 2023.

Helsta mark­mið gild­andi um­ferðarör­ygg­is­áætl­un­ar er að látn­um og al­var­lega slösuðum veg­far­end­um fækki ár­lega um 5%. Við Íslend­ing­ar erum því miður langt frá því mark­miði. Á síðasta ári var mark­miðið að ekki fleiri en 148 manns myndu lát­ast eða slasast al­var­lega í um­ferðarslys­um. Raun­in varð hins veg­ar sú að 237 urðu fyr­ir slíkri ógæfu það ár, sem er um 60% yfir mark­miðinu.

Við lest­ur skýrsl­unn­ar vakn­ar sú spurn­ing hvað unnt sé að gera til að kom­ast nær mark­miði um­ferðarör­ygg­is­áætl­un­ar um fækk­un slysa. Örugg leið til þess er að grípa til aðgerða í þágu auk­ins um­ferðarör­ygg­is á fjöl­förn­um gatna­mót­um á höfuðborg­ar­svæðinu, sem eru jafn­framt hættu­leg­ustu vástaðir lands­ins. Með mark­viss­um breyt­ing­um er nefni­lega hægt að gera um­rædd gatna­mót mun ör­ugg­ari í þágu allra veg­far­enda­hópa og fækka þannig slys­um veru­lega.

Aukið ör­yggi – greiðari um­ferð

Árang­urs­rík­asta leiðin væri að gera hættu­leg­ustu gatna­mót­in mis­læg. Mörg dæmi eru um að al­var­leg­um slys­um hafi fækkað gíf­ur­lega á hættu­leg­um gatna­mót­um með til­komu mis­lægra lausna, jafn­vel um allt að 90%. Lík­legt er að mis­læg­ar lausn­ir myndu fækka slys­um á áður­nefnd­um gatna­mót­um í Reykja­vík um a.m.k. 70%. Að auki myndu slík­ar breyt­ing­ar greiða fyr­ir um­ferð og draga úr meng­un.

Póli­tísk­ur stuðning­ur við miðlæg­ar lausn­ir á fjöl­förn­um gatna­mót­um virðist vera lít­ill hjá nú­ver­andi borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Pírata og Viðreisn­ar. Er það miður því besta leiðin til að fækka slys­um veru­lega í borg­inni væri að beita slík­um lausn­um.

And­stæðing­ar mis­lægra gatna­móta nefna gjarn­an að þau séu of rým­is­frek og séu jafn­vel lýti á borg­ar­um­hverf­inu. Sú andstaða er skilj­an­leg þegar horft er til mis­lægra gatna­móta sem hönnuð voru fyr­ir ára­tug­um og voru því börn síns tíma. Sum þeirra taka vissu­lega mikið rými og einnig má finna að ásýnd þeirra. Ekki má þó gleyma því að þessi mann­virki hafa komið í veg fyr­ir þúsund­ir slysa, sem orðið hefðu án til­komu þeirra.

Fram­far­ir í hönn­un

Á síðustu ára­tug­um hafa orðið mikl­ar fram­far­ir í hönn­un mis­lægra gatna­móta. Víða í Evr­ópu má finna slík mann­virki, sem lítið fer fyr­ir á yf­ir­borði þar sem þau eru að mestu niðurgraf­in og gjarn­an í stutt­um stokk­um. Þau gegna samt því hlut­verki vel að auka um­ferðarör­yggi, greiða fyr­ir um­ferð og draga úr meng­un.

Við Reyk­vík­ing­ar eig­um ekki að sætta okk­ur við þá staðreynd að sex af hættu­leg­ustu gatna­mót­um lands­ins séu í borg­inni okk­ar. Þess­ar slysa­gildr­ur verður að upp­ræta sem fyrst. Grípa verður til aðgerða í því skyni að auka um­ferðarör­yggi, bæta um­ferðarflæði og fækka slys­um á þess­um gatna­mót­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 20. júní 2024.